Færslur fyrir flokkinn ‘Viðskipti og fjármál’

Fimmtudagur 09.08 2012 - 09:31

Skattpíning fyrirtækja á Íslandi?

Talsmenn atvinnulífsins og róttæklingar frjálshyggjunnar halda úti síbylju um að skattpíning fyrirtækja sé óhófleg á Íslandi og hafi hækkað úr öllu valdi. Þeir fara offari. Í gær söng formaður Samtaka iðnaðarins þuluna. Hún er alltaf eins. Nú eru skapandi bókarar á KPMG sagðir höfundar lags og texta. Boðskapurinn var sá að Ísland ætti Evrópumet í […]

Miðvikudagur 08.08 2012 - 12:14

Skattbyrði lágtekjufólks – þá og nú

Í gær heyrði ég góðan mann segja í útvarpi að skattbyrðin hjá okkur væri komin upp úr öllu valdi. Það á ekki við um lágtekjufólk eða millitekjufólk, eins og hér verður sýnt. Fyrir skömmu birti ég pistil um skattbyrði hátekjufólks fyrir og eftir hrun. Þar kom fram að skattbyrði hátekjufólks hefur hækkað, en er þó […]

Laugardagur 04.08 2012 - 14:09

Hækkun barnabóta – snjöll stefna

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu nýlega að ríkisstjórnin hygðist hækka barnabætur umtalsvert í fjárlögum næsta árs. Þetta eru stór og merkileg tíðindi. Margar rannóknir á afleiðingum hrunsins á lífskjör heimilanna hafa einmitt sýnt að ungt barnafólk varð fyrir sérsaklega miklu áfalli, einkum ef það hafði keypt húsnæði á árunum 2004 til 2008 (sjá t.d. hér og […]

Þriðjudagur 31.07 2012 - 17:41

Þróun ójafnaðar – mat Hagstofunnar

Benedikt Jóhannesson rembist eins og rjúpan við staurinn við að gera athugasemdir við greinar mínar, sem virðast hafa komið illa við hann. Í dag sendir hann mér enn eina greinina og fullyrðir þar að ég hafi gert mistök við að birta tölur Hagstofunnar um tekjuójöfnuð frá 2003 til 2010. Segir Benedikt að ég hafi sett […]

Mánudagur 30.07 2012 - 16:04

Tekjur eða laun? – Benedikt Jóhannessyni svarað

Benedikt Jóhannesson eigandi Frjálsrar verslunar sendir mér tóninn á Eyjunni í dag, vegna umfjöllunar um upplýsingar í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Fyrir utan útúrsnúninga og tal um önnur mál, staðfestir Benedikt það sem fram kemur í pistli mínum. Hann reynir hins vegar að gera lítið úr því að fjármagnstekjur séu ekki taldar með sem hluti af […]

Sunnudagur 29.07 2012 - 11:04

Villandi tölur um tekjur á Íslandi

Nú er sá tími árs er tímaritið Frjáls verslun og dagblöð birta tölur um tekjur Íslendinga, upp úr skattskrám. Margir hafa áhuga á þessu enda sjálfsagt í lýðræðisþjóðfélagi að fyrir liggi upplýsingar um slíkt sem og um skattgreiðslur. Hitt er verra að þær tölur sem birtar eru og kynntar sem upplýsingar um “tekjur” Íslendinga í […]

Mánudagur 23.07 2012 - 15:44

Skjaldborg um stóreignafólk

Þórður Snær Júlíussson er vandaður blaðamaður á Fréttablaðinu, ekki síst á sviði fjármála. Í dag skrifar hann öflugan leiðara um hvernig stóreignafólk var verndað í hruninu og segir meðal annars: „Þegar öll innlán voru tryggð tók íslenska ríkið á sig nokkur þúsund milljarða króna ábyrgð á innlánum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að ef […]

Laugardagur 21.07 2012 - 13:37

Velferðarstefna Sjálfstæðisflokks – Niðurskurður alla leið!

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór mikinn í fjölmiðlum í gær. Sagði að stjórnvöld verði að skera miklu meira niður… “Við eigum ekkert val”, sagði hann. Bjarni sagði velferðarráðherrann “veruleikafirrtan” að vilja frekar verja heilbrigðis- og velferðarkerfið en skera meira niður. Tilefnið var að ríkisvaldinu hafði borist eingreiðslu bakreikningur, einkum vegna Sparisjóðs Keflavíkur (SpKef), sem gerði […]

Fimmtudagur 19.07 2012 - 00:47

Skattbyrði ríka fólksins – fyrir og eftir hrun

Egill Helgason hefur eftir grískum vini sínum í gær, að Grikkland komist ekki út úr kreppunni fyrr en ríka fólkið fari líka að borga til samfélagsins. Það er mikið til í þessu. Þetta var einmitt gert á Íslandi. Ríka fólkið var látið greiða hærri skatta eftir hrun og við erum á leið út úr kreppunni. […]

Mánudagur 16.07 2012 - 17:16

Hvert fóru lífskjörin?

Andri Geir Arinbjarnarson skrifar pistil á Eyjuna í dag um hrun lífskjaranna. Hann styður að hluta þá ályktun Þorsteins Pálssonar, að lífskjarabati síðustu 20 ára hafi verið froða ein. Við séum nú á sama stað og við vorum um 1993. Í gær stökk ég til varnar Davíð Oddssyni og sagði Þorstein ýkja þegar hann sagði að […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar