Miðvikudagur 10.10.2012 - 23:39 - Rita ummæli

Eldhús Orkuveitu Reykjavíkur

Ekki hefur pistlahöfundi enn tekist að lesa alla skýrsluna um gengdarlausa bruðlið og vitleysuna sem hefur viðgengist hjá Orkuveitu Reykjavíkur um árabil. Það er heldur ekki skrítið því maður á afskaplega erfitt með að hesthúsa þvílíkan ófögnuð í einu lagi og mun væntanlega taka talsverðan tíma að fara yfir allt þetta áhugaverða en skelfilega efni.

Þrátt fyrir þetta hafa fjölmargir stjórnmálamenn komið brattir fram og allir sagst hafa ætlað að stöðva þetta. Sumir vissu þetta og gerðu ekki nokkurn skapaðan hlut í málinu. Svo er allt gengið í framboði og kjósendur virðast virkilega ætla að svara því framboði með eftirspurn. Það eru markaðslögmál sem afar erfitt er að skilja. En svona virðist Ísland vera enn þann daginn í dag. Er hér um að ræða e.k. samfélagaslegt ADHD tilfelli?

Í Orkuveitu Reykjavíkur var ýmislegt kokkað, margt ágætt en flest misjafnt og óboðlegt heiðarlegum borgurum.

  • Línu net ruglið hjá Samfylkingunni
  • Rækjueldi Framsóknar
  • 100 milljarða stöðutaka í erlendum myntum án varna fyrir hrun
  • Samningurinn við fyrrv. bankastjóra Glitnis og REI óskapnaðurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að yrði að veruleika
  • osfrv.

En það sem líklega toppaði þetta allt með sóma var eldhús R-listans, eldhús Samfylkingarinnar, VG og Framsóknar. Í myndbandi hér að neðan er því lýst að OR gæti tekið árlega á móti 15.000 gestum í koktelboð á kostnað þeirra sem útsvarið greiða.

Svo með þetta myndband, það kostaði víst eitt og sér um eina milljón króna. Í nýju skýrslunni um Orkuveitu Reykjavíkur er því miður ekki að finna umfjöllun um þetta eldhús Ingibjargar og félaga hennar á R-listanum. Þetta er galli á skýrslunni.

Hér er allt í boði Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna enda virðist eldhúsið í OR taka við hverju sem er.

Verði ykkur að góðu.

 

Flokkar: Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur