Fimmtudagur 25.10.2012 - 10:53 - Rita ummæli

Ofbeldi innan fjármálaheimsins

Í Morgunblaðinu í dag, blaði allra landsmanna, er fjallað um stöðu þjóðarbúsins og hve greiðan aðgang körfuhafar hinna föllnu banka og umboðsmenn þeirra, m.a. lögmenn sem sumir hafa fjallað fjálglega um gengistryggð ólögmæt lán í fjölmiðlum og fá stjarnfræðilegar fjárhæðir til að ,,lobbíast“ hér heima, hafa að stjórnmálamönnum á Íslandi. Þeir geta gengið beint inn á Helga Hjörvar, Mörð Árnason, Álfheiði Ingadóttur og eru svo auðvitað heimagangar hjá Jóhönnu og Steingrími.

Eru þetta ekki m.a. vogunarjóðir og umboðsmenn þeirra hér á landi?

Vogunarsjóðir eiga bankana, bankarnir ráða til sín öfluga lögmenn sem svo er sigað á fólk sem og fyrirtæki, jafnvel útgerðarfyrirtæki. Svo hjálpar vinstri stjórnin, hreina vinstri stjórnin rétt eins og sú franska forðum, til og hækkar skatta á almenning og fyrirtæki eins og ekkert sé svo dæla megi meira blóði úr þjóðinni. Þvílíkt og annað eins.

Svona var ráðist á Maríu Jónsdóttur sem nýlega vann mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hún höfðaði málið gegn Landsbanka Íslands. Starfsmenn bankans breyttust sumir hverjir, gagnvart viðskiptavini sínum til fjölmargra ára og trúnaðarvini, í bölvaðar skepnur sem ætluðu að rífa í sig einstæða móður sem átti smápeninga, lagði þá inná bankann þar sem bankinn átti að sinna starfi sínu, þ.e. greiða upp gengistryggt ólögmætt lán í upphafi árs 2008 er hvíldi á eign hennar. Þeir töfðu það þangað til lánið rauk upp og frysti svo eign hennar. Menn hafa verið settir inn fyrir lás og slá minni sakir en þetta.

Ísland breyttist í upphafi árs 2008 þegar menn áttuðu sig á að allt væri að hrynja. Ný hreyfing fór að láta á sér kræla á Íslandi og fáeinir listamenn og vinstrihreyfingar þeirra ,,co-uðu“ með.

Lögmannafélag Íslands hefur heilmikið um þetta að segja þar sem þar ríkir skylduaðild. Á meðan hluti lögmanna, sem fá hæst greitt fyrir framlag sitt á ,,frjálsum“ markaði í dag (,,elíta“ félagsins), ræður þar ríkjum og sumir hverjir aðrir þar innandyra, sem ekki eru við kjötkatla vogunarsjóðanna, liggja við dyrnar má efast um hlutleysi margra lögmanna og heilindi. Hér skal áréttað að langflestir lögmenn eru afar vandaðir og vel gerðir einstaklingar. Hins vegar geta slíkir einstaklingar orðið undir í óeðli þess markaðar sem nú ríkir innan þessarar stéttar.

Þetta minnir mann um sumt á kvikmyndina Stríðsstelpur sem sýnd var nýlega í Bíó Paradís á Riff hátíðinni þar sem sakleysið dó og varð undir í heimi nýnazista.

Í partý þessara aðila mæta margvíslegar fígúrur en vinstrimenn á Alþingi fjármagna ruglið, taka þátt í partýum þessum og vakna svo allir krotaðir í framan í dögun. Þetta er nú ekki beint björt framtíð. Sama gerðist á árum áður, m.a. í Florida. Þar fóru partýin fram um borð í skútum og skemmtu menn sér vel á meðal glæstra kvenna á lágmarkslaunum.

Það gæti þurft ný neyðarlög m.t.t. fjármálastöðugleika landsins og hættu á útstreymis gjaldeyris. Íslenska ríkið verður að ná utanum þessa gríðarlegu áhættu og það STRAX!

Pistlahöfundur væntir að í framtíðinni ríki eðlileg lögmál í fjármálum, að velsæmis verði gætt gagnvart almenningi og að eðlileg markaðslögmál ríki í stöðugu efnhagsástandi.

Ísland er okkur allt og íslensk þjóð án þjónkunar

Höfnum vogunarsjóðum á Íslandi !

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur