Þriðjudagur 23.10.2012 - 17:58 - Rita ummæli

Jón Gnarr og gömlu leiðtogarnir

Frá því að Davíð Oddsson lét af embætti sem borgarstjóri Reykjavíkur hefur höfuðborg landsins ekki verið söm. Borgin hefur breyst mikið og skuldar nú mun meira illu heilli. Davíð tók við borgarstjóraembættinu árið 1982, þá 34 ára að aldri, og lét af því 1991. Hann skilaði af sér góðu búi en eftir það hefur verið óstjórn í Reykjavík.

Sveitarstjórnarmál almennt eru annars eðlis en landsmálapólitík. Maðurinn í brúnni skiptir öllu máli og samskipin við nærumhverfið er algjört grundvallaratriði. Í landsmálapólitík takast á ólík sjónarmið víða af að landinu, utanríkismál og innanríkismál af margvíslegum toga.

Þetta hefur Ingibjörg Sólrún reynt. Henni tókst reyndar að drekkja Reykjavíkurborg í skuldum á sínum ferli sem borgarstjóri Reykjavíkur. Það var miður enda töldu menn að þarna færi mikill leiðtogi sem ætlaði að spara og gera betur en Davíð. Ingibjörg Sólrún er engu að síður velviljuð kona sem studdi aðild að evrópska efnahagssvæðinu (EES) og varð fræg fyrir það á vinstri vængnum. Það útspil gerði hana að leiðtoga vinstrimanna. Hún er rótækur vinstrimaður og því hallar Samfylkingin svona langt til vinstri enn í dag. Það er miður en Merði Árnasyni líkar það vel enda nærist hann á þrætubókalist og þrasi.

Sama töldu menn með Jóhönnu sem hefur ekkert gert nema láta Steingrím stjórna aðför að heimilum landsins þar sem gamall Maóisti í Seðlabankanum, með hjálp Trotskíista á sína vinstri hönd, gengur samhliða Dróma að innheimta ólögmæt lán, leggja til lagasetningar sem var stjórnarskrárbrot og plata þannig Árna Pál eðalkrata í tóma vitleysu. Svo rak Jóhanna Árna Pál úr ríkisstjórninni í stað þess að segja af sér sjálf eftir skelfilega aðförð að jafnréttismálum á Íslandi.

Komið gott af landsmálapólitík í bili og aftur í blessuðu höfuðborgina.

Í kringum Davíð Oddsson og Ingibjörgu Sólrúnu söfnuðust margir ,,wannabes“ sem aldrei náðu nokkrum hæðum eins og leiðtogar þessara afla á vinstri og hægri væng stjórnmálanna. Sumir þeirra reyndar keyrðu nánast því Orkuveituna um koll (sbr. REI málið) og eyddu um efni fram.

Ekki er að sjá í dag nokkurn jafn ákveðinn og einarðann leiðtoga og Davíð eða eyðslukló eins og Ingibjörgu koma fram á næstu árum. Sumir gætu sagt: ,,Sem betur fer!“.

Hins vegar er ljóst að Bjarni Benediktsson er að verða ótvíræður leiðtogi á landsvísu og verður örugglega næsti forsætisráðherra landsins.

En það er þetta með hann Jón Gnarr.

Mér líkar Jón Gnarr afskaplega vel. Ekki kemur það til vegna fjölmargra þáttaraða sem hann lék í eða Tvíhöfða. Hann er einhvern vegin mjög svo ,,likeable“.

Hann er reyndar með einn ,,wannabe-again-guy“ valhoppandi á eftir sér. Það er læknir sem virðist vilja ná fóstfestu í stjórnmálum og er nú líklega fráfarandi varaformaður Samfylkingarinnar. Sá er ágætur einstaklingur og sjálfsagt afburða læknir en er samt að flækjast fyrir og reyna að stjórna Reykjavík eftir að hafa verið borgarstjóri í fáeina daga og náði að bruðla miklu, m.a. sem borgarfulltrúi um árabil.

Ég tel Jón Gnarr heiðarlegan og velviljaðan borgarstjóra. Jón Gnarr er með gott hjartalag og vill borgurum sínum vel. Hann tekur af skarið í viðkvæmum málum og nær sambandi við kjósendur sína. Hann er talinn óvinsæll af mörgum en gefur ekki eftir.

Sú leið sem hann fór, t.d. með afar erfitt mál sem varðar Orkuveitu Reykjavíkur, var afar torsótt. Það sem hann gerði þar, ásamt Bjarna Bjarnasyni núverandi forstjóra, er kraftaverki næst. Verkefnið var ekki öfundsvert.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ná tökum á Reykjavíkurborg á ný verður að gerast eitthvað mjög sérstakt og afdrifaríkt. Þar verður að veljast leiðtogi með jarðsamband og hann eða hún verður að vera í góðum tengslum við fólkið.

Jón Gnarr er ágætur borgarstjóri en hann mætti samt alveg taka aðeins betur til í borginni og slá grasið.

Jón Gnarr er fínn náungi.

Jón Gnarr og Lady Gaga (mynd af vefnum visir.is 23. okt. 2012)

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur