Mánudagur 22.10.2012 - 12:42 - Rita ummæli

Sjálfstæðisflokkurinn og lýðræðið

Fram á sjónarsviðið hafa stokkið hinar ýmsu mannvitsbrekkur og tjáð sig um lýðræði og mikilvægi þeirra kosninga sem afstaðnar eru.

Áhugaverðasti pistillinn, sem mest vit er í og hefur birst lengi varðandi þetta efni, má ætla að hafi birst í Fréttablaðinu í morgun eftir Sigurð Líndal lagaprófessor. Hann sagði kosningarnar hafa verið merkingalausar enda hefur starfshópur lögfræðinga á vegum ríkisstjórnarinnar ekki enn skilað af sér áliti varðandi tillögur Stjórnlagaráðs.

 

Smella á mynd til að stækka

 

En hvað sögðu Jóhanna og Steingrímur eftir síðustu kosningar þar sem forseti lýðveldisins var kjörinn?

Jóhanna á orðið:

Það var náttúrulega dræm kosningaþátttaka og ég held að menn verði nú aðeins að  horfa til þess og líta til þess að þarna eru mjög léleg kosningaþátttaka, sennilega  sú  næstversta sem þarna er fengin og menn verða auðvitað að horfa til þess.

Steingrímur á orðið:

Lítil kosningaþátttaka og þar með augljóslega mjög lágt hlutfall kosningabærra  manna í landinu sem í reynd hefur kosið þann sem gegnir embættinu, þetta er allt umhugsunarefni.

Ágætu lesendur, þið vitið betur, mun betur enda hefur þjóðinni ávallt vegnað vel þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við völd og það mun lítið breytast á þessari öld en á þeirri fyrri þegar Viðreisnarstjórnin komst til valda 1959. Þá var lýðræðið virkt og virt.

Nú þurfum við nýja viðreisn og hvetjum eðalkrata til að taka við Samfylkingunni af kommúnistum !

Hver vill ekki taka þátt í því?

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur