Sunnudagur 21.10.2012 - 12:19 - Rita ummæli

Niðurstöður og næstu skref

 

Tæplega helmingur kosningabærra manna sóttu kjörstað í gær og rúmlega helmingur sat heima, líklega til að mótmæla því að það væri ætlun núverandi stjórnvalda að hringla með stjórnarskránna. Um þetta verður deilt lengi. Þessi niðurstaða verður líklega brunnur fræðigreinar innan stjórnmálafræðinnar á Íslandi, jafnvel víðar. Það er líklega helsta fréttin varðandi þessar kosningar.

Þetta þýðir að ef miðað er við fjölda kosningabærra manna eru úrslitin þessi (fyrirvari um nákvæmari tölur síðar við lok talningar í öllum kjördæmum) í þessari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu:

Spurning 1: Á að taka mark á tillögum stjórnlagaráðs?

Já: 32,4% kosningabærra manna á Íslandi (66,1% x 0,49 )

Nei: 16,6% kosningabærra manna á Íslandi (33,9% x 0,49 )

Sátu heima: 51% kosningabærra manna á Íslandi ákvað að skila auðu og sitja heima

Spurning 2: Að náttúruauðlindir í eigu ríkis verði þjóðareign?

Já: 39,8% kosningabærra manna á Íslandi (81,2% x 0,49)

Nei: 9,2% kosningabærra manna á Íslandi (18,8% x 0,49)

Sátu heima: 51% kosningabærra manna á Íslandi ákvað að skila auðu og sitja heima

Spurning 3: Á ákvæði um þjóðkirkju heima í stjórnarskrá?

Já: 28,1% kosningabærra manna á Íslandi (57,3% x 0,49)

Nei: 20,9% kosningabærra manna á Íslandi (42,7% x 0,49)

Sátu heima: 51% kosningabærra manna á Íslandi ákvað að skila auðu og sitja heima

Spurning 4: Persónukjör í stjórnarskrá?

Já: 37,4% kosningabærra manna á Íslandi (76,4% x 0,49)

Nei: 11,6% kosningabærra manna á Íslandi (23,6% x 0,49)

Sátu heima: 51% kosningabærra manna á Íslandi ákvað að skila auðu og sitja heima

Spurning 5: Jöfnun atkvæða í stjórnarskrá?

Já: 27,2% kosningabærra manna á Íslandi (55,6 x 0,49)

Nei: 21,8% kosningabærra manna á Íslandi (44,4% x 0,49)

Sátu heima: 51% kosningabærra manna á Íslandi ákvað að skila auðu og sitja heima

Spurning 6: Tiltekið hlutfall kosningabærra geti krafist þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Já: 34,7% kosningabærra manna á Íslandi (70,8% x 0,49)

Nei: 14,3% kosningabærra manna á Íslandi (29,2% x 0,49)

Sátu heima: 51% kosningabærra manna á Íslandi ákvað að skila auðu og sitja heima

 

Ljóst þykir útfrá þessu að það er kosningaþátttakan sem er mjög dræm og það veikir niðurstöðu þessarar þjóðaratkvæðisgreiðslu umtalsvert.

Þar sem mun meiri þátttaka er í kosningum til Alþingis má ætla að í næstu kosningum til Alþingis verði kosið nýtt þing sem gæti breytt umtalsverðu hvað varðar þessa niðurstöðu í krafti þess hve kosningaþátttakan var dræm í gær en mikil fyrir Alþingiskosningar.

Næstu skref verða stigin í leit að málamiðlun um þetta efni.

Það er rétt að skoða þarf fjölmarga þætti í stjórnarskrá Íslands og virða úrslit þjóðaratkvæðisgreiðslu um ráðgefandi álit eins langt og það nær.

Um slíkar breytingar verður þó að ríkja sátt og alltof snemmt er nú, fyrir þá sem telja þetta sigur, að telja að allt verði tekið upp sem Stjórnlagaráð lagði fram. Mikilvægt er að bestu sérfræðingar þessa lands í lögum verði fengnir að borðinu þegar fram líður sem og alþingismenn með þekkingu á efninu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur