Mánudagur 31.12.2012 - 16:01 - Rita ummæli

Kryddsíldin 2012 – Bjarni leiðtoginn

Hinni ágætu Kryddsíld er að ljúka á Stöð 2. Þessi þáttur veitir sæmilegt yfirlit yfir árið í pólitíkinni og samantekt á stöðu mála í árslok. Eftir að hafa hlustað og litið á forystumenn stjórnmálasamtakanna á Íslandi, sem komu saman í Kryddsíldinni og tjáðu sig um hin ýmsu mál, stendur eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er eini leiðtoginn með einhverju viti á Íslandi í dag.

Það er ekki svo að hinir sé vitskertir eða alfarið vitlausir heldur fremur að þeirra pólitíska bakland, hin pólitíska fortíð og vænt framtíð er í molum og þar liggur vitleysan öll. Til margs er að líta í því efni en ljóst þykir að formaður Sjálfstæðisflokksins er bæði með bestu stefnuna sér að baki, tekur föstum tökum á öllum helstu málefnum líðandi stundar í stjórnmálum og rekur stoðir undir nýja framtíðarsýn íslensku þjóðarinnar með myndugleik og festu.

Evrópuumræðan í lokin á Kryddsíldinni var einkennandi hvað þetta varðar. Þar rak formaður Sjálfstæðisflokksins garnirnar úr forystumönnum ríkisstjórnarinnar sem ráfa um í Brussel eins og villuráfandi sauðir.

Þjóðin getur nú horft til framtíðar með björtum augum þar sem Bjarni Benediktsson er væntanlegur leiðtogi hennar og verðugur mjög með sterkasta baklandið í stjórnmálum á Íslandi í dag og skýrustu stefnuna þar sem atvinnumálin og hagsmunir heimila eru í forgrunni.  Þjóðin velur ólíklega sama ruglið og síðustu ár hefur riðið hér húsum og heimilum.

Við verðum að sækja fram, um það verður kosið ! (Bjarni Benediktsson, Kryddsíldin, Stöð 2, 31.12.2012)

Með þessum orðum óskar pistlahöfundur landsmönnum og lesendum hér á Eyjunni gleðilegs árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða. Megi þið njóta nýja ársins í Guðs friði.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur