Þriðjudagur 26.02.2013 - 12:36 - Lokað fyrir ummæli

Skortsala samfóista

Það hefur afar lítið farið fyrir einstökum framsóknarmanni og samfylkingarsnilling (samfóista) eftir hrun nema þá einna helst hér á Eyjunni.

Það er óþarfi að fara mörgum orðum um að þeir sumir skortseldu krónuna fyrir hrun og græddu óhemju. Þeir veðjuðu gegn krónunni og tala gegn krónunni og græða þegar fólkinu í landinu svíður undan.

Ekki hefur greinarhöfundur oft vitnað í DV en gerir það hér með. Látum efnið tala sínu máli: Úr DV.

Það gæti vel verið að þetta sé tóm vitleysa í DV en það er ekkert mál fyrir góða rannsóknarblaðamenn að gera sér efni úr þessu um ókomin ár. Svo má einnig benda fræðimönnum, eins og t.d. Stefáni Ólafssyni, sjálfskipuðum verndara fátækra á Íslandi, að gera úttekt á þessu, jafnvel skrifa bók.

Bókin gæti borið heitið: Hvernig samfóistar fjármagna sig.

Enginn skortur á fjármunum á þessum bæ, bæ jafnar- og meðalmennsku.

Lifið heil.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur