Laugardagur 30.03.2013 - 09:40 - Lokað fyrir ummæli

Óviðeigandi utanríkisráðherra

Ísland rekur sendiráð víða um heim og m.a. í Kína.

Nýlega tók utanríkisráðherra uppá því að þiggja boð Eista sem er vinaþjóð Íslendinga. Gekk þetta boð út á að skattborgurum í Eistlandi sé gert að greiða í framtíðinni fyrir skrifstofuhúsnæði íslenskra sendierindreka í Kína.

Sjá frétt varðandi málið af vefsetri ráðuneytisins: Eistland býður Íslendingum aðstöðu fyrir sendiráð í Peking

Þetta er fallega hugsað af hálfu Eista en fáránlegt af utanríkisráðherra að taka boði sem þessu enda Ísland sjálfstætt og fullvalda ríki og á að borga sína reikninga sjálft og bera höfuðið hátt. Ef það er ekki hægt og taldið of dýrt á að loka viðkomandi sendiráði. Flóknara er þetta nú ekki.

Telur pistlahöfundur mikilvægt að halda opnu sendiráði í Kína enda mikilvægt markaðssvæði. Tilhögun sú sem var viðhöfð í Berlín er viðeigandi og mun betri en sú sem hér hefur dúkkað upp í þessu ágæta ráðuneyti.

Ef halda á uppi sendiráði í Kína borgum við sjálf fyrir það. Það er ómögulegt að fara að þiggja boð af þessu tagi þrátt fyrir að um sé að ræða vinaþjóð.

Þegar um sjálfstæði Eista er að ræða og sjálfstæði Íslendinga nægir að afhenda blóm sem ták um þakklæti og vináttu. Það að fara að þiggja boð um að skattgreiðendur erlendra ríkja greiði orðið húsaleigu fyrir íslenska skattborgara erlendis er fádæma vitlaust fyrirkomulag.

Þetta fordæmi er ekki viðeigandi og ætti að afþakka með fullri vinsemd og hlýjum hug.

Gangið á Guðs vegum.

Gleðilega Páska !

 

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur