Einn hæfasti gjaldkeri Samfylkingarinnar fyrr og síðar tjáir sig fjálglega um stjórnmálamenningu á Íslandi í pistli sínum á Eyjunni. Þar er flakkað á milli hins mögulega og ómögulega rétt eins og verið sé að leggja línurnar fyrir því hvernig himinhnettir eigi að ganga en þá helst gegn lögmálum eðlisfræðinnar.
Það þekkja flestir vel hve þessum gjaldkera fór að vera bæði aðstoðarmáður ráðherra iðnaðarmála, ráðgjafi ráðherra á sviði hækkunar á raforku til almennings og gjaldkeri Samfylkingarinnar sem glataði 11 þingsætum í síðustu kosningum og er með fylgi nú sem Alþýðuflokkurinn sálugi hefði ekki sætt sig við.
Svo má ekki gleyma setu hans í Stjórnlagaráði sem var myndað eftir ólögmætar kosningar er þessi sérfræðingur sá enga meinbugi á þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar í þá veru.
Í pistli sínum á Eyjunni segir þessi ráðgjafi Samfylkingarinnar, varðandi reglur Alþingis, eftirfarandi af mikilli hógværð eins og honum er einum lagið:
Með tiltölulega einföldum breytingum á reglunum væri unnt að breyta hegðun leikmannanna, og útkomunni, mjög til batnaðar.
Hér er eins og um ráðgjafa Alþingis sé að ræða.
Ráðgjafinn hefur greinilega gleymt því að í kosningum til Alþingis árið 2013 var tillaga Samfylkingarinnar felld varðandi aðild að ESB en eins og allir vita vill ráðgjafinn fara í ESB ásamt Samfylkingunni með bundið fyrir bæði augun. Á síðasta kjörtímabili var fenginn flokkur, er kallast Vinstri grænn, m.a. til að blekkja kjósendur sína og lék tveimur skjöldum fyrir Samfylkinguna. Hann glataði öllum trúverðugleika sínum skömmu síðar. Svo sannarlega vonar maður að stjórnmálamenning síðasta kjörtímabils komi til að vera alþingismönnum framtíðar víti til varnaðar.
Svo reynir ráðgjafinn enn og aftur að sannfæra þjóð sína í gegnum Eyjuna blessaða að hann hafi eitthvað vitrænt fram að færa varðandi fjárfestingar, hækkun raforku til almennings og rekstur málefna innan veggja Alþingis.
Það eina skynsamlega sem ráðgjafinn hefur hingað til komið fram með eru tillögur þess efnis að ná fylgi Samfylkingarinnar undir það kjörfylgi sem Alþýðuflokkurinn hafði þegar verst lét.
Það er fagnaðarefni.