Fimmtudagur 15.05.2014 - 08:40 - Lokað fyrir ummæli

Eldflaugaskot HR

Eldflaugaskot HR - Mjölnir verkefnið - 15. maí 2014 á Mýrdalssandi - Mýrdalsjökull og Hafursey í bakrunni rétt eftir klukkan 7 í morgun (Þessa mynd tók pistlahöfundur með ,,Prnt Scrn" takkanum á tölvunni þegar skotið átti sér stað) - (Smella á mynd til að fá hana stærri og í réttum hlutföllum)

Eldflaugaskot HR – Mjölnir verkefnið – 15. maí 2014 á Mýrdalssandi – Mýrdalsjökull og Hafursey í bakrunni rétt eftir klukkan 7 í morgun (Þessa mynd tók pistlahöfundur með ,,Prnt Scrn“ takkanum á tölvunni þegar skotið átti sér stað) – (Smella á mynd til að fá hana stærri og í réttum hlutföllum)

 

Í morgunsárið vaknaði pistlahöfundur upp eldsnemma til að fylgjast með metnaðarfullu verkefni stúdenta við Háskólann í Reykjavík (HR) sem þeir nefna Mjölnir verkefnið (e. Mjölnir – High Power Rocket Recovery Project). Um var að ræða smíði og hönnun á eldflaug og óhætt er að segja að verkefnið hafi tekist mjög vel. Flaugin fór í yfir 5 km hæð (5258 metra) og lenti nærri Hafursey á Mýrdalssandi. Það var bjartur morgun og útsýnið stórkostlegt þegar flaugin fór í loftið eftir fáeinar tilraunir. Ætlunin var að skotið yrði um klukkan 6 í morgun en tæknimenn og sérfræðingar, þ.e. nemendur HR, leystu úr vandanum á faglegan hátt.

Hægt var að fylgjast með í beinni útsendingu á netinu og hægt að sjá skotið sjálft, fylgjast með sérfræðingum úr stjórnstöð og það sem einna áhugaverðast var að komið var fyrir myndavél í eldflauginni sjálfri svo fylgjast mætti með þegar hún tók á loft og sjá hve hratt hún náði hæð og fylgjast þannig með úr lofti. Þetta metnaðarfulla verkefni bæði íslenskra og erlendra nemenda HR er til fyrirmyndar.

Tryggja ætti að næst þegar slíkt á sér stað verði nemendum grunn- og framhaldsskóla boðið uppá það að fylgjast með ,,live“ úr skólastofunni samhliða því að kennarar skýri út fyrir nemendum hvaða tækni og hvaða vísindi liggja þarna að baki.

 

Hér má sjá Hafursey úr 5 km hæð en þessi mynd er tekin úr stéli eldflaugar sem nemendur úr Háskólanum í Reykjavík skutu upp rétt eftir klukkan 7 í morgun 15. maí 2014 - (Smella á mynd til að fá hana stærri og í réttum hlutföllum)

Hér má sjá Hafursey úr 5 km hæð en þessi mynd er tekin úr stéli eldflaugar sem nemendur úr Háskólanum í Reykjavík skutu upp rétt eftir klukkan 7 í morgun 15. maí 2014 – (Smella á mynd til að fá hana stærri og í réttum hlutföllum)

Slóð á vefsíðu verkefnisins

Eftir vel heppnað skot voru fallhlífar sem tóku við þegar flaugin hafði náð mestri hæð og sveif hún niður til jarðar. Til að geta staðsett flaugina hafði verið komið fyrir símasendi í flauginni og var sendirinn tengdur tölvubúnaði í stjórnstöð. Gátu sérfræðingarnir því vitað nákvæmlega hvar flaugin lenti. Skotstaðurinn var N63 29. 465 W18 44.073 og lenti flaugin skammt frá og var hún sótt á bifreið þegar hún hafði lent um kl. 07:18.

Skotstaður og stjórnstöð 15. maí 2014 - Mjölnir verkefnið (e. the Mjölnir Project) - (Smella á mynd til að fá hana stærri og í réttum hlutföllum)

Skotstaður og stjórnstöð 15. maí 2014 – Mjölnir verkefnið (e. the Mjölnir Project) – (Smella á mynd til að fá hana stærri og í réttum hlutföllum)

 

Hér má sjá stjórnstöðina á milli brúarstólpa þar sem áður var alfaraleið um Mýrdalssand. Með þessu má tryggja öryggi enda als óvíst hvort verkefni af þessum toga takist vel. Í þessu tilviki má segja að verkefnið hafi tekist frábærlega þó metnaðarfullir sérfræðingar HR hafi gert kröfur m.a. um að staðsetningartæki væru betri þegar næsta skot yrði framkvæmt. Þessi tilraun heppnaðist engu að síður afburða vel og óhætt að segja að nemendur HR hafi lært mikið og öðlast yfirgripsmikla reynslu af þátttöku í þessu verkefni.

Til hamingju HR !

Flokkar: Skólamál · Tækni og vísindi

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur