Sunnudagur 27.03.2016 - 15:38 - Lokað fyrir ummæli

Sóðaskapur vinstri manna

Nú hafa upprennandi íslenskir vinstri menn erlendis verið dregnir upp til að atyrða forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar, þann ráðherra sem staðið hefur sig einna best allra frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Á sama tíma eru vinstri menn við stjórn í Reykjavík og sóðaskapurinn þar er með eindæmum. Nýjar fréttir þaðan herma að spara eigi um 3,5 milljónir króna þar á bæ með því að hætta að þrífa götur borgarinnar. Blessunarlega býr maður ekki þar.

Það er því ekki aðeins að margir vinstri menn séu nú með sóðakjaft að hætti kaldastríðsáranna heldur einnig sóðaskap heimafyrir. Til að kasta enn meira ryki í augu almennings eru dregnir fram prófessorar erlendis frá til að beina athyglinni frá vandanum á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Ekki að spyrja að því að loftmengun muni aukast til muna og fólk með öndunarfærasjúkdóma látið anda þessu öllu að sér rétt eins og almenningur er nú látinn gera varðandi sóðalega umræðu á pólitískum vettvangi.

Það lætur ekki að sér hæða þetta stökkbreytta vinstra gen.

Gleðilega Páska !

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur