Miðvikudagur 06.04.2016 - 19:29 - Lokað fyrir ummæli

Allir sammála Sigmundi Davíð?

Það vakti sérstaka athygli þegar bæði RÚV og 365 miðlar tóku viðtöl við mótmælendur niður á Austurvelli nú í kvöld að allir vildu þar að þing yrði rofið sem fyrst og boðað væri til kosninga. Fólk hamraði í lögreglugirðinguna með tómum kókflöskum úr plasti og kallaði ,,kosningar strax“. Undir þetta taka Árni Páll, Birgitta og Katrín Jakobsdóttir ásamt Óttarr Proppé í öllum viðtölum (sbr. fréttatíma á Rás 1 kl. 18:00 í dag) en reyndar eru þau einnig sammála því sem forseti Íslands gerði með að hafna Sigmundi að rjúfa þing og boða til kosninga. Það er torskilin afstaða og nokkuð snúin.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með erindi til forseta Íslands þess efnis að fá það undirritað af forseta. Það skjal var í raun þingrofsheimild því Sigmundur vildi rjúfa þing og boða til kosninga strax. Forseti Íslands hafnaði þessu og því eru í gangi stjórnarmyndunarviðræður milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Þessu er verið að mótmæla en Sigmundur stóð í ströngu við að rjúfa þing og boða til kosninga strax sem fjölmiðlar töldu vera tóma vitleysu og búnir að gera stólpa grín að.

Hvers vegna upplýsa fjölmiðlar almenning ekki um það að mótmælendur eru allir sammála Sigmundi Davíð en ósammála forseta Íslands sem hafnaði því að rita undir þingrofsheimildina svo boða mætti strax til kosninga?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur