Mánudagur 02.10.2017 - 20:47 - Lokað fyrir ummæli

Furðufréttir Gauta

Einn penninn hér á Eyjunni er með furðufréttir sem ættu betur heima gagnvart Reykjavíkurborg laskaðri en þeim sem hann beinir furðufréttum sínum að. Sá hefur efni á að raða upp fyrir framan almenning staðlausum stöfum um úrskurð Yfirskattanefndar.

Til að gera langa sögu stutta skal minnst á vinnubrögð síðustu vinstri stjórnarinnar á Íslandi rétt fyrir kosningarnar 2013 þegar þingnefnd barst erindi frá RSK vegna breytinga á lögum um lágskattasvæði (sem reyndar RÚV kallaði skattaskjól í dag og Seðlabanki Íslands verslar við). Þar óskaði RSK með umsögn sinni (þeirri einu er barst nefndinni) að gætt sé að því að hagnaður og eftir atvikum tap dótturfélags í lágskattasvæðum yrði ekki nýtt til lækkun skatta í móðurfélagi á Íslandi eftir því hvernig því gekk heimavið, þ.e. í hagnaði eða tapi. Vinstristjórn Gauta gerði ekkert í þessu nema að afnema svokallaða svarta lista lágskattasvæða enda mátti ekki gera upp á milli þeirra. Allt gert skv. tilskipun Evrópusambandsins um þetta efni.

Gauti þessi hefur ítrekað nýtt þekkingu sína og menntun við að kasta ryki í augu almennings og mætti því halda að hann sé að stúdera hagræði í stað hagfræði í henni Ameríku. Hann hagræðir staðreyndum og forsendum er hent á loft án þess að stuðst sé við að t.a.m. í lágskattasvæðum eru minni kröfur gerðar en hér heima varðandi skil og gerð ársreikninga. Í úrskurði Yfirskattanefndar kemur ekkert fram um ólögmæti heldur ágreining um það sem varðar fráttdrátt þann sem RSK vildi ná niður hér heima í rekstri móðurfélags og útreikning á tapi dótturfélags á lágskattasvæði.

Ekki varð RSK kápan úr þeim klæðunum og það kom í ljós að það er vegna þess að síðasta vinstri stjórn á Íslandi fór ekki eftir umsögn RSK árið 2013 þegar lögum um lágskattasvæði var breytt síðast!

Þetta er allt um þetta að segja nema að Gauti ætti nú fremur að beina hagræði og hagfræði sinni að fjármálahlið Reykjavíkurborgar og horfa þar gagnrýnum augum á ömurlegan rekstur og hagræðingu sannleikans í stað þess að ráðast á efni sem hann ræður ekki við.

Engin brot voru framin heldur endurmetið þar sem RSK hafði að hluta til rétt fyrir sér varðandi að gera ársreikninga á íslensku en í grunninn rangt gagnvart skattlagningu á fyrirtæki og tengda aðila.

Það er ljótt að segja ósatt Gauti !

Flokkar: Hagmál · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur