Færslur fyrir flokkinn ‘Hagmál’

Mánudagur 02.10 2017 - 20:47

Furðufréttir Gauta

Einn penninn hér á Eyjunni er með furðufréttir sem ættu betur heima gagnvart Reykjavíkurborg laskaðri en þeim sem hann beinir furðufréttum sínum að. Sá hefur efni á að raða upp fyrir framan almenning staðlausum stöfum um úrskurð Yfirskattanefndar. Til að gera langa sögu stutta skal minnst á vinnubrögð síðustu vinstri stjórnarinnar á Íslandi rétt fyrir […]

Fimmtudagur 22.06 2017 - 17:14

Tíu þúsund krónur

Fjármálaráðherra er frjór hugmynda. Nýleg hugdetta hans til að halda aftur af skattaundanskotum á Íslandi er að takmarka notkun á reiðufé og beina viðskiptum í meira mæli til kortafyrirtækja sem í dag geta greint hvort þú sért í yfirvigt eða ekki, hvar þú ert og hvert þú ert að fara. Svo má ekki gleyma þeim […]

Miðvikudagur 07.06 2017 - 13:02

Norska krónan

Íslendingar hafa reynt á það að vinna með nágrönnum sínum varðandi eigin velferð. Á öldum áður endaði það með gífurlegri skattlagninu, óhreinu mjöli og afar lélegri þjónustu t.a.m. varðandi skipaflutninga milli meginlands Evrópu og Íslands. Úr varð að við tókum upp eigin mint og urðum að sjálfstæðri þjóð. Eftir hrun hins íslenska fjármálkerfis urðu margir […]

Þriðjudagur 04.04 2017 - 10:50

Skattahækkun ríkisstjórnarinnar á ferðaþjónustu

Nýlega kynnti forsætisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, að sú grein sem hefur bjargað fjárhag ríkissjóðs síðustu árin eftir hrun og komið, ásamt öðrum, á þeirri hagsæld sem nú ríkir í landinu yrði skattlögð með því að færa hana úr 11% virðisaukaskatti í 22,5% virðisaukaskatt. Jafnframt fylgi þessari einhliða tilkynningu skýring á því að ætlunin sé að […]

Fimmtudagur 09.03 2017 - 16:35

Ragnar Þór Ingólfsson sem formann VR

Í dag og næstu daga, þ.e. til hádegis þriðjudaginn 14 mars nk., standa yfir kosningar hjá Verzlunarmannafélaginu (VR) bæði til stjórnar og til formannsembættis þessa fjölmenna aðildafélags Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Ef þú ert félagsmaður getur þú farið hér beint á vef VR og greitt Ragnari Þór Ingólfssyni atkvæði þitt. Hvers vegna ættir þú að gera […]

Þriðjudagur 10.01 2017 - 10:47

Af lágskattasvæðum VG, Pírata og Samfylkingar

Um þessar mundir er mikið rætt um lágskattasvæði og ber Panama þar hæst á Baugi. Fyrir kosningarnar 2013 réð hér ein argasta vinstri stjórn sem uppi hefur verið á vesturlöndum þó víðar væri leitað, jafnvel í Svíþjóð Lágskattasvæði vinstri manna Þessi íslenska vinstri ríkisstjórn samþykkti tilskipun frá ESB þess efnis að lágskattasvæði yrðu áfram í seilingarfjarlægð […]

Þriðjudagur 11.10 2016 - 16:27

Aflétting fjármagnshafta – Til hamingju

Kæru Íslendingar. Í dag var með þessum lögum HÉR samþykkt frá Alþingi Íslendinga að afnema fjármagnshöft í landinu. Þessi fyrsti áfangi er stórkostlegt afrek en aðallega má rekja þennan árangur til staðfestu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Ekki má gleyma traustu samstarfsfólki hans og samstarfsflokki í ríkisstjórn en hann lagði upp með þetta sem var eitthvað […]

Þriðjudagur 04.10 2016 - 10:10

Skoðanamyndandi könnun

Nú rétt eftir að RÚV bar sigur úr býtum í tveimur kosningum, þ.e. fyrst til forseta og svo til formanns í Framsóknarflokknum, er stefnan tekin á Alþingiskosningarnar. Í gær var viðtal við McCarthy sem virðist hafa slegið nýtt met í ótrúlegri ósvífni gagnvart vinnandi fólki á Íslandi og lagði til e.k. letingjalauna sem kostað gætu […]

Föstudagur 15.07 2016 - 14:22

Kaupmáttur og Kjararáð

Um þessar mundir er mikið rætt um Kjararáð og hækkun launa opinberra aðila. Óskapleg læti eru í gangi vinstra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum og hafa margir stokkið fram með tilfinningaþrungnar yfirlýsingar og aðrir hreinlega misst sig. Verkalýðsforingjar sumir hafa komið fram og sagt þetta skelfilegt framferði en almenningur áttar sig ekki alveg á […]

Laugardagur 11.06 2016 - 19:34

Ætlar þú að kjósa Davíð?

Já, pistlahöfundur ætlar að kjósa Davíð Oddsson sem forseta Íslands. Hver er Dr. Theo-Ben Gurirab? Dr. Theo-Ben Gurirab er fyrrum forsætisráðherra Namibíu. Hann er annar forsætisráðherra Namibíu frá sjálfstæði ríkisins (2002-2005). Þar áður var hann utanríkisráðherra eða frá sjálfstæði Namibíu (1990-2002). Dr. Gurirab var forseti Allsherjarþings Sameinu þjóðanna (1999-2000) og síðar forseti þings Namibíu (2005-2015). […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur