Þriðjudagur 11.10.2016 - 16:27 - Lokað fyrir ummæli

Aflétting fjármagnshafta – Til hamingju

Kæru Íslendingar.

Í dag var með þessum lögum HÉR samþykkt frá Alþingi Íslendinga að afnema fjármagnshöft í landinu.

Þessi fyrsti áfangi er stórkostlegt afrek en aðallega má rekja þennan árangur til staðfestu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Ekki má gleyma traustu samstarfsfólki hans og samstarfsflokki í ríkisstjórn en hann lagði upp með þetta sem var eitthvað er fáir höfðu trú á.

Því er tilefni til að fagna og þakka honum þennan árangur, þakka honum fyrir gott starf fyrir land og þjóð sem og öllum öðrum er lögðu þarna hönd á plóg.

Nú er bjart yfir Íslandi þrátt fyrir miklar rigningar þessi dægrin.

Til hamingju Íslendingar.

Flokkar: Hagmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur