Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Mánudagur 31.12 2012 - 16:01

Kryddsíldin 2012 – Bjarni leiðtoginn

Hinni ágætu Kryddsíld er að ljúka á Stöð 2. Þessi þáttur veitir sæmilegt yfirlit yfir árið í pólitíkinni og samantekt á stöðu mála í árslok. Eftir að hafa hlustað og litið á forystumenn stjórnmálasamtakanna á Íslandi, sem komu saman í Kryddsíldinni og tjáðu sig um hin ýmsu mál, stendur eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, […]

Laugardagur 01.12 2012 - 09:38

Lægstu samnefnarar Alþingis Íslendinga

Óhætt er að segja að lægstu samnefnarar Alþingis Íslendinga komi úr röðum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Það hafa nú dæmin rækilega sannað. Í gærkveldi, 30. nóvember 2012, sýndu tveir þingmenn þessara hreyfinga, sem mynda ríkisstjórn Íslands í dag, af sér mikinn og fáheyrðan dónaskap undir ræðuflutningi hins háttvirta þingmanns Illuga Gunnarssonar. Gengu þessir þingmenn á […]

Miðvikudagur 28.11 2012 - 17:18

Suðurnesjamenn

  Óhætt er að segja að fáir á Íslandi hafi þurft að harka meira af sér eftir hrun en Suðurnesjamenn. Verst er þó að allt sem núverandi ríkisstjórn gerir og stuðlar að hefur leitt til þess að þessu duglega fólki á Suðurnesjunum er gert erfiðara fyrir.   Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa’ enn. […]

Sunnudagur 25.11 2012 - 13:12

Sigur Brynjars, Illuga og Hönnu Birnu

Nú má ætla að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins séu farnir að óttast um framgang sinna framboða eftir að flokksmenn Sjálfstæðisflokksins völdu sér fólk á lista í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær. Úrslit urðu ljós síðla kvölds og voru afgerandi. Í fljótu bragði kemur í ljós að sigurvegarar þessa prófkjörs eru þau Brynjar Níelsson, Illugi Gunnarsson og […]

Mánudagur 19.11 2012 - 18:49

Samfylkingin og Panama norðursins?

    Ef við snúum okkur að fjármunum skattborgara á Íslandi, sem Samfylkingin hefur verið að deila út um borg og bý ásamt ríkisábyrgðum, er margt fróðlegt að sjá. Nú er að poppa upp enn eitt afkvæmi Samfylkingarinnar skv. fréttum dagsins í dag. Í tilefni þessarar fréttar er rétt að fara örstutt aftur í tímann og […]

Sunnudagur 11.11 2012 - 10:21

Bjarni Benediktsson kemur sterkur fram til forystu

Niðurstöður í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi benda eindregið til þess að þau Bjarni Benediktsson, Elín Hirst og Óli Björn Kárason séu sigurvegarar enda þau sem fá ein bindandi kosningu með yfir 50% atkvæða í sín sæti. Aðrir ná því ekki og eru þetta því sterkustu aðilarnir í sínum sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Ragnheiður […]

Föstudagur 09.11 2012 - 11:20

Allratap miðju- og vinstrimanna

Jón Steinsson, dósent í hagfræði, ritaði nýlega áhugaverðan og málefnalegan pistil undir yfirskriftinni Frelsi og hagsæld hér á Eyjunni. Var þá tími til kominn enda hefur Stefán Ólafsson, prófessor, riðið um netheima með allt annað en málefnalegar greinar og pistla varðandi frelsið, velsæld og jöfnuð. Í pistli sínum vísar Jón m.a. í ræðu sem Gunnlaugur […]

Föstudagur 02.11 2012 - 14:50

Allt Sjálfstæðisflokknum að kenna !

  Nú geisar mikill stormur á Íslandi öllu. Björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út. Mikið eigum við okkar björgunarsveitafólki að þakka að bregðast við vá og starfa við stórhættulegar aðstæður svo bjarga megi verðmætum almennings og koma fólki til hjálpar. Þar fara frjáls og óháð samtök einstaklinga sem vilja láta gott af sér leiða. Gleymum þeim […]

Þriðjudagur 30.10 2012 - 22:27

NATO og Gnarr Ga Ga

Hinn ágæti borgarstjóri Reykjavíkurborgar fór að tjá sig um öryggis- og varnarmál í dag. Hann hefur einnig komið fram nýlega og tjáð sig um fíkniefnaneyslu sína á árum áður og vildi vara börn og unglinga við því að fikta með fíkniefni eins og hann gerði sem ungur og saklaus drengur. Þess ber að geta að […]

Mánudagur 29.10 2012 - 11:48

Þegar Davíð hittir naglann á höfuðið

Í þræði einum á Eyjunni náði Egill nokkur Helgason flugi. Egill Helgason hefur verið ríkisrekinn þáttastjórnandi um árabil eftir að hafa byrjað þátt sinn Silfur Egils á frjálsum fjölmiðli sem nefnist Skjár 1. Eftir að hafa notið frelsisins um hríð og flogið hátt flaug hann beint í hreiðrið, stóra hreiðrið sem flestir, er nenna ekki […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur