Telja má fullvíst að víðtækasti og veigamesti óskrifaði samfélagssáttmáli hvers ríkis sé að standa vörð um börnin og tryggja að hægt sé að koma þeim til manns. Menntamálin eru sett í öndvegi í ríkjum sem telja þennan málaflokk skipta máli. Hjá slíkum ríkjum er tryggt að þó allt fari á versta veg séu börnunum ávallt […]
Ekki hefur pistlahöfundi enn tekist að lesa alla skýrsluna um gengdarlausa bruðlið og vitleysuna sem hefur viðgengist hjá Orkuveitu Reykjavíkur um árabil. Það er heldur ekki skrítið því maður á afskaplega erfitt með að hesthúsa þvílíkan ófögnuð í einu lagi og mun væntanlega taka talsverðan tíma að fara yfir allt þetta áhugaverða en skelfilega efni. […]
Nýlegt myndband ýmissa íslenskra listamanna hefur verið birt á netinu og vekur athygli. Er verið að brjóta blað með tilkomu þess? Nei, því hér er líklega verið að afrita hugverk og hugsanlega brjóta höfundarrétt á upplegginu öllu. Þarna er skorað í fyrstu á fólk að kjósa ekki. Síðan er vikið að því að það sé […]
Prófessor Stefán Ólafsson, sérfræðingur í velferðarmálum á Íslandi, hefur nú tekið upp hanskan fyrir formannsframbjóðanda sem ekki hefur stigið fram. Stefán virðist í umfjöllun sinni taka orð Styrmis Gunnarssonar, fv. ritstjóra Morgunblaðsins, góð og gild varðandi væntanlegt framboð Katrínar Júlíusdóttur. Í grein sinni gælir Styrmir við að Katrín muni bjóða sig fram gegn Árna en […]
Það er vel þekkt í argaþrasið á milli húseigenda í fjöleignarhúsum á Íslandi og jafnvel á milli nágranna sem berst inná borð Húseigendafélagsins. Oft er þar um að ræða skrautlegar uppákomur og margar ekki mönnum sæmandi. Flestir búa í góðu samneyti við aðra og reisa veggi t.a.m. vegna hávaða og áhættu sem stafar getur af […]
Hnotubrjóturinn eftir Pyotr Tchaikovsky hefur verið á fjölum Íslensku óperunnar og þótt mikið meistaraverk en þessi snillingur samdi þetta verk 1892 og þá sérstaklega fyrir ballett. Í þessu ævintýraverki er verið að fjalla um Klöru og Hnotubrjótinn en Klara fékk hnotubrjót í jólagjöf og dreymdi svo á jólanótt að brjóturinn breyttist í prins. Í draumförum […]
Stefán Ólafsson prófessor ofl. birta reglulega pistila hér á Eyjunni og segja m.a. formann Sjálfstæðisflokksins fara með rangt mál þegar rætt er um efnhagsmál á Íslandi. Hvað er hið rétta þegar snýr að heimilum á Íslandi? Staða efnahagsmála er svo skelfileg undir stjórn VG og Samfylkingarinnar að sumir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar virðast þurfa að hagræða sannleikanum […]
Árið 1978 voru haldnir tónleikar í mínum ástsæla menntaskóla MH. Þar var á ferðinni Megas sjálfur sem síðar gaf út plötu sem tekin var upp á tónleiknunum. Tónleikarnir voru teknir upp í Norðurkjallaranum en platan kom út árið 1979 og ber heitið Drög að sjálfsmorði. Þetta er meistaraverk í íslenskri tónlistastögu. Á þeim tíma sem […]
Opinberað hefur verið hve ríkisvaldið hefur eytt í hugbúnað sem Advania, áður Skýrr, seldi til að sjá um flókin og viðamikil samskipti og bókhaldskerfi íslenska ríkisins. Þetta er ekkert einsdæmi í hjá íslenskri stjórnsýslu sem sendir sína bestu drengi og dætur í golf með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja því það er svo óskaplega gaman. Er ekki hér […]
Á næstu vikum mun koma út bók eftir heimspekinginn Jón Ólafsson sem fjallar um rannsóknir hans á afdrifum Veru Hertzch, unnustu Benjamíns heitins Eiríkssonar hagfræðings og dóttur þeirra hjóna, Erlu Sólveigar, þá um 1 árs (fædd 1937), sem handteknar voru í viðurvist nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Samkvæmt sagnfræðingnum Þór Whitehead í bók hans Milli vonar og ótta (Vaka-Helgafell, 2. prentun 1995, bls. […]