Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 11.10 2012 - 11:56

Hið opinbera, skjaldborgin og skólinn

Telja má fullvíst að víðtækasti og veigamesti óskrifaði samfélagssáttmáli hvers ríkis sé að standa vörð um börnin og tryggja að hægt sé að koma þeim til manns. Menntamálin eru sett í öndvegi í ríkjum sem telja þennan málaflokk skipta máli. Hjá slíkum ríkjum er tryggt að þó allt fari á versta veg séu börnunum ávallt […]

Miðvikudagur 10.10 2012 - 23:39

Eldhús Orkuveitu Reykjavíkur

Ekki hefur pistlahöfundi enn tekist að lesa alla skýrsluna um gengdarlausa bruðlið og vitleysuna sem hefur viðgengist hjá Orkuveitu Reykjavíkur um árabil. Það er heldur ekki skrítið því maður á afskaplega erfitt með að hesthúsa þvílíkan ófögnuð í einu lagi og mun væntanlega taka talsverðan tíma að fara yfir allt þetta áhugaverða en skelfilega efni. […]

Mánudagur 08.10 2012 - 15:35

Höfundarréttarbrot ? – Mætum en skilum auðu !

Nýlegt myndband ýmissa íslenskra listamanna hefur verið birt á netinu og vekur athygli. Er verið að brjóta blað með tilkomu þess? Nei, því hér er líklega verið að afrita hugverk og hugsanlega brjóta höfundarrétt á upplegginu öllu. Þarna er skorað í fyrstu á fólk að kjósa ekki. Síðan er vikið að því að það sé […]

Mánudagur 08.10 2012 - 10:05

Áfram formannslaus Samfylking?

Prófessor Stefán Ólafsson, sérfræðingur í velferðarmálum á Íslandi, hefur nú tekið upp hanskan fyrir formannsframbjóðanda sem ekki hefur stigið fram. Stefán virðist í umfjöllun sinni taka orð Styrmis Gunnarssonar, fv. ritstjóra Morgunblaðsins, góð og gild varðandi væntanlegt framboð Katrínar Júlíusdóttur. Í grein sinni gælir Styrmir við að Katrín muni bjóða sig fram gegn Árna en […]

Föstudagur 05.10 2012 - 09:16

,,Herra Netanyahu – rífðu niður þennan vegg !“

Það er vel þekkt í argaþrasið á milli húseigenda í fjöleignarhúsum á Íslandi og jafnvel á milli nágranna sem berst inná borð Húseigendafélagsins. Oft er þar um að ræða skrautlegar uppákomur og margar ekki mönnum sæmandi. Flestir búa í góðu samneyti við aðra og reisa veggi t.a.m. vegna hávaða og áhættu sem stafar getur af […]

Miðvikudagur 03.10 2012 - 16:08

Stjórnarskrárbrjótur á dansgólfið

Hnotubrjóturinn eftir Pyotr Tchaikovsky hefur verið á fjölum Íslensku óperunnar og þótt mikið meistaraverk en þessi snillingur samdi þetta verk 1892 og þá sérstaklega fyrir ballett. Í þessu ævintýraverki er verið að fjalla um Klöru og Hnotubrjótinn en Klara fékk hnotubrjót í jólagjöf og dreymdi svo á jólanótt að brjóturinn breyttist í prins. Í draumförum […]

Þriðjudagur 02.10 2012 - 15:28

Lýgur Samfylkingin og VG?

Stefán Ólafsson prófessor ofl. birta reglulega pistila hér á Eyjunni og segja m.a. formann Sjálfstæðisflokksins fara með rangt mál þegar rætt er um efnhagsmál á Íslandi. Hvað er hið rétta þegar snýr að heimilum á Íslandi? Staða efnahagsmála er svo skelfileg undir stjórn VG og Samfylkingarinnar að sumir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar virðast þurfa að hagræða sannleikanum […]

Fimmtudagur 27.09 2012 - 10:17

Drög að sjálfsmorði

Árið 1978 voru haldnir tónleikar í mínum ástsæla menntaskóla MH. Þar var á ferðinni Megas sjálfur sem síðar gaf út plötu sem tekin var upp á tónleiknunum. Tónleikarnir voru teknir upp í Norðurkjallaranum en platan kom út árið 1979 og ber heitið Drög að sjálfsmorði. Þetta er meistaraverk í íslenskri tónlistastögu. Á þeim tíma sem […]

Þriðjudagur 25.09 2012 - 12:34

Frilla Lúðvíks

Opinberað hefur verið hve ríkisvaldið hefur eytt í hugbúnað sem Advania, áður Skýrr, seldi til að sjá um flókin og viðamikil samskipti og bókhaldskerfi íslenska ríkisins. Þetta er ekkert einsdæmi í hjá íslenskri stjórnsýslu sem sendir sína bestu drengi og dætur í golf með framkvæmdastjórum stórfyrirtækja því það er svo óskaplega gaman. Er ekki hér […]

Laugardagur 22.09 2012 - 15:21

Þjóðvilji Samfylkingarinnar

Á næstu vikum mun koma út bók eftir heimspekinginn Jón Ólafsson sem fjallar um rannsóknir hans á afdrifum Veru Hertzch, unnustu Benjamíns heitins Eiríkssonar hagfræðings og dóttur þeirra hjóna, Erlu Sólveigar, þá um 1 árs (fædd 1937), sem handteknar voru í viðurvist nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Samkvæmt sagnfræðingnum Þór Whitehead í bók hans Milli vonar og ótta (Vaka-Helgafell, 2. prentun 1995, bls. […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur