Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 05.01 2017 - 20:27

Landbúnaður á villigötum

  Aldrei fór það svo, að stjórnkerfi  landbúnaðarins megnaði ekki að koma mér á óvart, hélt  þó að sá brunnur væri þurrausinn. Slíkur hefur fjárausturinn verið; svo mögnuð hefur umframframleiðslan orðið;  jafn læstu hefur kerfinu verið haldið og því staurblint á afkomu almennings . Viðskiptaleg einokun og einangrun íslenskrar matvælaframleiðslu er slík að frekar illaþokkuð […]

Laugardagur 10.12 2016 - 18:40

Af frelsi annarra

Á síðastliðnu ári ritaði ég nokkrar greinar hér í Fréttablaðið, þar sem ég reyndi að rekja söguslóð og ráða í þróun þeirra samfélagsgilda sem einkenna vestræna samfélagsmódelið. Frelsi einstaklingsins, lýðræði, virðing fyrir lögum og rétti, mannréttindi, valddreifing og markaðsbúskapur svo nokkur séu nefnd. Samflétting allra þessara gilda mynda þann vef sem vestrænt lýðræðisskipulag er ofið […]

Miðvikudagur 16.11 2016 - 21:34

Gamla eða nýja Ísland

Viðræður um myndun næstu ríkisstjórnar eru hafnar. Það mun verða ljóst af málefnasamningnum, hvort komandi ríkisstjórn endurspeglar væntingar um nýtt Ísland eða um verður um að ræða áframhald þess gamla.  Allt frá hruni og fram að umliðnum kosningum hefur þjóðin verið innbyrðis klofin. Til að sætta þjóðina og brúa gjána milli þjóðarinnar og, að hennar […]

Þriðjudagur 13.09 2016 - 10:35

Ábyrgðarlaust valdaembætti ?

  Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram nýja túlkun á forsetaembættinu og stöðu þess í stjórnkerfinu. Snemmsumars  var endurtekið við hann áhugavert viðtal um fyrrnefnt efni. Hann hefur, að eigin sögn, lagt að baki mikla vinnu og stundað ítarlegar rannsóknir á skjölum frá þeim tíma er stjórnarskráin var rædd og afgreidd á alþingi og komist […]

Mánudagur 04.07 2016 - 07:26

Að semja við sjálfan sig

      Þegar fyrrverandi ríkisstjórn sameinaði  öll atvinnuvegaráðuneytin í  eitt ráðuneyti, var sú hugsun ráðandi að þannig fengist sterkari og markvissari stjórnsýsla sem fær væri um að takast á við  flókin og erfið  mál. Íslensk stjórnsýsla er veik og þarf  í meira eða minna mæli að reiða sig á  vinnu einkaaðila eða hagsmunaaðila  við  […]

Sunnudagur 03.04 2016 - 20:57

Alþýðuhreyfingar, útópíur og tálsýn tíðarandans.

  Vandinn við okkar tíma er sá að framtíðin er ekki sú sem hún er vön að vera, sagði Paul Valery hinn franski. Síðan þessi skáldlegu og andríku orð féllu er liðinn nokkuð langur og afdrifaríkur  tími.   Sýn mannsins á heiminn og á sjálfan sig hefur breyst. En það breytir því ekki …“að framtíðin er […]

Fimmtudagur 14.01 2016 - 10:01

Einhæfni auðlinda og virðiskeðjan

  Nýverið birtist frétt um að þrátt fyrir uppgang væri brottflutningur fólks meiri en aðflutningur. Það sem þó vakti ekki síður athygli  var að lunginn af brottfluttum var ungt menntað fólk. Síðar komu tölur um að atvinnuleysi hjá háskólamenntuðum færi vaxandi. Þetta eru slæm tíðindi.Nú er því ekki til að dreifa að almennt atvinnuástand sé […]

Fimmtudagur 03.12 2015 - 13:28

Þess vegna vantreystir þjóðin Alþingi

   27. NÓVEMBER 2015 Þjóðir vinna stríð eða tapa þeim. Þar fær enginn önnur verðlaun. List stjórnmálanna er hins vegar þríþætt. Hún liggur í sókn, tilslökun og síðan í málamiðlun. Stjórnmálamenn í lýðræðisríki sem leggja mál þannig upp að málamiðlun sé útilokuð, lenda óhjákvæmilega í átökum og að jafnaði gera þeir meiri óskunda en gagn. […]

Miðvikudagur 26.08 2015 - 21:04

Enginn er eyland

Ísland er smáríki. Ef tekið er mið af íbúafjölda erum við örþjóð. Menningarlega, stjórnmálalega og sögulega erum við hluti þeirrar vestrænu samfélagstilraunar sem enn stendur yfir. Frelsi einstaklingsins,mannréttindi, réttarríki og lýðræði eru megin stoðir vestræns samfélags. Ekkert af fyrrnefndum gildum er sjálfgefið. Að baki þessa samfélagsforms liggur aldalöng hörð og blóðug barátta þjóða V-Evrópu og […]

Þriðjudagur 23.06 2015 - 10:21

Offramleiðsla lambakjöts er böl

  „ Í raun má segja að umgjörðin í kringum sauðfjárræktina sé að mörgu leyti heilbrigð og mun heilbrigðari en t.d. í mjólkurframleiðslu.“ Þannig segir í  skýrslu Háskólans á Akureyri um samfélagslega þýðingu sauðfjárbúskapar sem birtist s.l. vetur. Skýrslan fjallar um atvinnugrein sem  er svo óarðbær að ríkisstyrkir mynda obbann af tekjum hennar og eru […]

Höfundur

Þröstur Ólafsson
Hagfræðingur. Á eftirlaunum. Margvísleg störf, bæði opinber sem og hjá öðrum.
RSS straumur: RSS straumur