Færslur fyrir ágúst, 2012

Sunnudagur 19.08 2012 - 10:58

Fjárfestar eru vandamálið – ekki lausnin

Frægt var þegar Ronald Reagan, þá nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, sagði að ríkið væri vandamálið – ekki lausnin. Menn eiga ekki að biðja ríkið um að leysa vandamál, sagði hann. Brýnna væri að minnka umsvif ríkisins og auka frelsi markaðsaðila, sem hann taldi að myndi færa meiri hagsæld. Hann vildi líka lækka skatta, einkum á auðmenn […]

Föstudagur 17.08 2012 - 09:31

Heimsmet í skattpíningu?

Í gær sagði góður maður á bloggi mínu að Ísland ætti næstum því heimsmet í skattpíningu. Það er kanski ekki nema von að menn segi þetta, því þessu hefur verið slegið fram af aðilum sem ættu að vera vandir að virðingu sinni, eins og ýmsum samtökum atvinnulífsins og nokkrum stjórnmálamönnum. En hvað segja staðreyndirnar um […]

Miðvikudagur 15.08 2012 - 23:12

Þandist ríkið út fyrir hrun?

Oft er fullyrt að ríkið hafi þanist út á áratugnum fyrir hrun. Þetta er sagt fela í sér tilefni til að skera nú duglega niður útgjöld, ekki síst útgjöld til velferðarmála. Sífellt er talað um að báknið bólgni út. Aðrir hafa fullyrt að meint mikil útþensla ríkisins á áratugnum fyrir hrun þýði að hér hafi […]

Þriðjudagur 14.08 2012 - 15:36

Mogginn mærir hægri öfgamann

Auðmaðurinn Mitt Romney, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, valdi sér nýlega meðframbjóðanda í varaforsetaembættið, mann að nafni Paul Ryan. Sá er þekktur fyrir öfga-frjálshyggju og sérstaklega hraustlegar tillögur um niðurskurð ríkisútgjalda. Hann vill líka lækka skatta á hátekjufólk verulega, þó þeir séu nú nær sögulegu lágmarki í Bandaríkjunum. Paul Ryan telur að allt sem lýðkjörin ríkisstjórn […]

Mánudagur 13.08 2012 - 21:55

Risastökk í nýsköpun hefst 2013

Í hinni snjöllu Fjárfestingaráætlun fyrir Ísland 2013-2015, sem ríkisstjórnin samþykkti í vor með liðsinni Guðmundar Steingrímssonar, er boðuð bylting í íslenskum vísindum og tækniþróun – strax á árinu 2013. Áætlunin byggir á fjármögnun með sölu eignahluta ríkisins í bönkunum og arðgreiðslum frá þeim, auk tekna af hinu nýja veiðigjaldi sem var samþykkt á Alþingi fyrir […]

Sunnudagur 12.08 2012 - 13:39

Evrópuumræðan – á valdi vitfirringar

Það er dapurlegt að fylgjast með Evrópuumræðunni og hefur lengi verið. Ríkisstjórnin samþykkti að fara í aðildarviðræður til að fá niðurstöðu um það, hvað aðild gæti falið í sér. Fá staðreyndirnar upp á borðið. Síðan skyldi leyfa þjóðinni að taka afstöðu á grundvelli þeirra samningsdraga. Þetta er auðvitað sú leið sem skynsamt fólk myndi fara […]

Laugardagur 11.08 2012 - 11:16

Niðurskurður – Veik rök Illuga Gunnarssonar

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn af fáum þar á bæ sem hægt er að taka alvarlega. Hann er oft vandaður og rökfastur í málflutningi. Illugi skrifaði grein í Morgunblaðið um daginn þar sem hann varði róttæka niðurskurðarstefnu, sem er höfuðstefna Sjálfstæðisflokksins nú, sem og í gegnum alla kreppuna. Illugi er hins vegar á villigötum […]

Föstudagur 10.08 2012 - 09:17

Poppari í pólitík

Bandaríski tónlistarmaðurinn Ry Cooder er mjög pólitískur. Hann hefur áhyggjur af Mitt Romney og Repúblikanaflokknum, sem hann segir vera á góðri leið með að eyðileggja Bandaríkin (sjá viðtal við hann hér). Ry Cooder hefur gert fjölda tóndiska og átti meðal annars mikinn þátt í að endurvekja hina skemmtilegu kúbversku sveit Buena Vista Social Club aftur […]

Fimmtudagur 09.08 2012 - 09:31

Skattpíning fyrirtækja á Íslandi?

Talsmenn atvinnulífsins og róttæklingar frjálshyggjunnar halda úti síbylju um að skattpíning fyrirtækja sé óhófleg á Íslandi og hafi hækkað úr öllu valdi. Þeir fara offari. Í gær söng formaður Samtaka iðnaðarins þuluna. Hún er alltaf eins. Nú eru skapandi bókarar á KPMG sagðir höfundar lags og texta. Boðskapurinn var sá að Ísland ætti Evrópumet í […]

Miðvikudagur 08.08 2012 - 12:14

Skattbyrði lágtekjufólks – þá og nú

Í gær heyrði ég góðan mann segja í útvarpi að skattbyrðin hjá okkur væri komin upp úr öllu valdi. Það á ekki við um lágtekjufólk eða millitekjufólk, eins og hér verður sýnt. Fyrir skömmu birti ég pistil um skattbyrði hátekjufólks fyrir og eftir hrun. Þar kom fram að skattbyrði hátekjufólks hefur hækkað, en er þó […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar