Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 05.06 2016 - 20:54

Spennandi tímar framundan

Fréttatilkynning Seltjarnarnesi 5. júní 2016   Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningarnar sem fram fara í haust. Prófkjör Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi fer fram í lok ágúst eða byrjun september. Ég var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminum árið 2013 […]

Föstudagur 03.06 2016 - 12:10

Vel gert Alþingi!

Í gærkvöldi samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sem ég var fyrsti flutningsmaður að um aðgerðir/rannsóknir til að sporna við súrnun sjávar. Ég er afar ánægð með það. Því miður er kaldi sjórinn hér í Norðurhöfum að súrna hratt vegna loftslagsbreytinga með ófyrirsjánlegum afleiðingum á lífríkið og um leið mikilvægustu auðlind okkar þjóða- fiskinn í sjónum. Hér er […]

Föstudagur 13.05 2016 - 22:41

Kúluskítur, já takk

Við viljum kúluskítinn til baka í Mývatni. Japanir hafa náð því. Við getum það líka.   Kúluskítur er heiti kúlulaga vaxtarforms grænþörungsins Aegagropila linnaei (fræðiheiti), en hann getur einnig tekið á sig önnur form. Kúluskíturinn leikur þýðingarmikið hlutverk í lífríki þeirra stöðuvatna sem hann finnst í, meðal annars sem skjól lítilla dýrategunda ogkísilþörunga. Kúluskíturinn er […]

Miðvikudagur 04.05 2016 - 11:27

Hvað er í gangi á Bessastöðum?

Það verður að segjast að þögnin frá Bessastöðum er þrúgandi á meðan erlenda pressan setur íslenska forsetaembættið í afar neikvætt ljós vegna skattamála eiginkonu forsetans. Nauðsynlegt er að fá svör frá embættinu um hvað hér er á ferðinni.  Það getur ekki beðið.

Mánudagur 04.04 2016 - 21:28

Hrós til fjölmiðla

Fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa hér forgöngu um að leiða hið sanna í ljós í svokölluðu Panamaskjalamáli, sem sýnir enn og aftur mikilvægi þeirra í lýðræðissamfélagi. Það er bráðnauðsynlegt að fá öll fjárhagsmálefni ráðamanna fram í dagsljósið til að rýra ekki traust frekar en orðið er. Nöfn þeirra óheilindamanna sem fela eigur í […]

Fimmtudagur 24.03 2016 - 22:35

Virðing fyrir breytni ráðamanna

Ég kann að meta framgöngu þessarar ráðamanna í Belgíu eftir hryðjuverkin sem þar voru framin.  Það er afar nauðsynlegt fyrir stjórnmálamenn að viðurkenna eigin mistök en ekki reyna að drepa þeim á dreif.  Einnig tel ég skynsamleg okkar eigin viðbrögð eins og sjá má í Leifsstöð.  Ísland er ekki eyland heldur inngönguríki í Schengen þar sem […]

Þriðjudagur 22.03 2016 - 22:24

Við eigum í stríði, því miður

Fréttaþulir Sky segja rétt í þessu, ,,við eigum í stríði.“ Já svo sannarlega og við þurfum öll að standa saman í að vernda borgara okkar og samfélag. Ísland er ekki undanskilið. Því miður eru yfirvöld í Brussel ekki að standa sig í sínu starfi.  Þrátt fyrir að allir reyni sitt allra besta.  Hvað er til ráða? […]

Þriðjudagur 15.03 2016 - 16:01

LSH: Við megum engan tíma missa!

Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús, er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er.  Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta […]

Miðvikudagur 09.03 2016 - 18:07

Bjarni ómyrkur í máli

Það er ánægjulegt að fylgjast með því þegar forystufólk í samfélaginu stendur sig vel.  Einnig á þetta um fjölmiðla og sá ég ástæðu til að hrósa Morgunblaðinu í pistli hér á Eyjunni í gær fyrir öfluga blaðamennsku í tengslum við arðgreiðslur tryggingafélaganna og umfjöllun um Borgunarmálið.  Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók hressilega af skarið á […]

Þriðjudagur 08.03 2016 - 14:36

Mogginn stendur sig

Morgunblaðið er að gera góða hluti í fréttamennsku af óeðlilegum hlutum sem eru að færast aftur í vöxt í íslensku viðskiptalífi. Blaðið fjallaði einnig um Borgunarmálið svokallaða af sama krafti. Í dag segir blaðið frá því á forsíðu að til­laga stjórn­ar VÍS um 5 millj­arða arðgreiðslu út úr fé­lag­inu njóti ekki ekki stuðnings nokk­urra af […]

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur