Loksins getur fólk skráð fullt nafn sitt í Þjóðskrá án tillits til stafafjölda. Innleiðing þessa mun þó taka einhvern tíma. Fram til þessa hafa þeir sem heita lengri nöfnum en sem nemur 31 bókstaf orðið að notast við skammstafanir á nafni sínu í þjóðskrá eða sleppa nöfnum til að passa inn í kerfið, samkvæmt fyrirmælum frá hinu opinbera. Þetta er […]
Ég fór á frábæran fyrirlestur í hádeginu með fornleifafræðingnum Birgittu Wallace, en hún var ein þeirra sem tók þátt í hinum fræga fornleifauppgreftri á L´Anse aux Meadows á sjötta áratug síðustu aldar sem talinn er hafa fært sönnur á landnám norrænna manna í Vesturheimi líklega í kringum 970. Vona að einhver fjölmiðill sjái sér fært […]
Hvar sem komið er í heiminum, og spurt hverjir standi best að málefnum hælisleitenda er Noregur nefndur til sögunnar. Íslensk stjórnvöld hafa nú leitað í smiðju Norðmanna hvað varðar málefni hælisleitenda og er það vel. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti nýlega fyrir breytingum á útlendingalögum á Alþingi, að norskri fyrirmynd sem er að mínum dómi […]
Árið 2014 verður afar mikilvægt og stefnumarkandi í ríkisbúskapnum. Búið er að samþykkja það sem lög frá Alþingi að ríkissjóður skuli rekinn hallalaus. Í fyrsta skipti í mörg ár stíga menn á bremsuna og segja: „Hingað og ekki lengra í hallarekstri og skuldasöfnun.“ Við vitum orðið öll að með hallarekstri erum við í reynd að […]
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Nú er hægt að halda gleðileg jól. Ég er stolt af mínu fólki. Fjárlagafrumvarp 2014 lagt fram hallalaust sem er algert grundvallaratriði, skuldaleiðréttingin í höfn fyrir heimilin, LSH fær nægilega fjármuni til að snúa þar þróuninni við og margt fleira sem framfarastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur komið til leiðar […]
Ég er mjög stolt af því að önnur bók mín Barnið þitt er á lífi er að fara í dreifingu í verslanir. Árið 2011 kom út eftir mig saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, Ekki líta undan, bók sem ég er ekki síður stolt af að hafa skrifað. Nýjan bókin segir frá miklum hörmungum sögupersónanna í fyrrum Júgóslavíu og ótrúlegri góðmennsku fólks […]
Ræða sem ég flutti á Alþingi 12. nóvember 2013 Virðulegur forseti. Mig langar að taka undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á mjólkurfyrirtækin í landinu sem framleiða mat sem sérstaklega höfðar til barna. Þar á ég við alls konar jógúrt og tengdar afurðir. Þessi matvæli eru í afar flottum og sölulegum umbúðum, sérstaklega hönnuðum […]
,,Það er ótrúlegt að heilt ár sé liðið síðan við opnuðum stuðningsmiðstöðina Leiðarljós fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, langvinna sjúkdóma hér við Austurströnd, en eins og allir vita var það þjóðin sem gaf okkur fé til að reka stöðina í fjögur ár. Þvílíkt þakklæti sem ég fann streyma í dag frá foreldrum […]
Ég tala nokkuð góða norsku. Eiginlega mjög góða. Enda var ég hér í Osló í háskóla á yngri árum. Ég er hins vegar staðráðin í að tala mitt móðurmál eins og aðrir fulltrúar á 65. þingi Norðurlandaráðs. Mér er það alveg ljóst að annars ríkir ekki fullt jafnræði milli mín og annarra fulltrúa […]
Að Ómar Ragnarsson minn kæri samstarfsmaður til margra ára og föðurlandsvinur yrði handtekinn á Íslandi fyrir að standa fast á skoðun sinni sem umhverfissinni hefði ég aldrei ímyndað mér. Þetta fer ekki vel í mig. Ekki endilega sammála mínum góða vini Ómari en við verðum að leysa málin hér á landi í friði og með rökræðu. […]