Sunnudagur 28.09.2014 - 14:51 - FB ummæli ()

Risalitla vöfflumálið

Mér hefur alltaf þótt það frekar flott og krúttlegt að Dagur, nú borgarstjóri, bjóði fólki heim til sín í vöfflur á menningarnótt, en þó fyrst og fremst brilljant markaðssetning. Það að hann fái efniskostnað greiddan eins og aðrir er bara sjálfsagt mál. Mér finnst það hins vegar frekar fyndið, en þó meira sorglegt, að ein lítil fyrirspurn um það hvort einhver borgarfulltrúi hafi fengið styrk vegna vöfflukaffis á menningarnótt hafi orðið tilefni til þvílíkrar umræðu og hneykslunar á fyrirspurninni að það hálfa væri hellingur.

Þetta sýnir kannski í hnotskurn að við erum meira fyrir smámálin en stóru málin þegar kemur að borgarmálum. Af hverju er Dagur borgarstjóri ekki frekar spurður út í það af hverju félagslegum leiguíbúðum hafi fækkað hjá borginni frá árinu 2010. Það eru tölulegar staðreyndir. Af hverju hann greiddi atkvæði gegn tillögu VG í desember sl. um að það yrðu keyptar 80 félagslegar leiguíbúðir á þessu ári en samþykkti bara 30. Hvað hefur félagslegum leiguíbúðum fjölgað frá áramótum. Hvernig ætlar hann að bregðast við því ástandi að 840 manns eru á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík og þar af eru um 550 í brýnni þörf. Hvernig ætlar hann að leysa það. Hvernig gengur honum að byggja 3000 leiguíbúðir. Af hverju samþykkti hann að auglýsa breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda þrátt fyrir að vita að rannsóknir á vatnafari Vatnsmýrarinnar hefðu ekki átt sér stað. Þetta eru allt mál sem skipta miklu meira máli að fá svör við, heldur en hverjir hjálpi Degi borgarstjóra að hræra deigið og láni honum vöfflujárn, eða hvað?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur