Miðvikudagur 24.09.2014 - 15:50 - FB ummæli ()

Mikil veikindi hjá Reykjavíkurborg

Hátt veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar er áhyggjuefni. Bæði vegna þeirra sem í hlut eiga og kostnaðarins sem af því hlýst. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að fyrstu sex mánuði ársins var veikindahlutfallið á velferðarsviði 6,1%, á skóla- og frístundasviði 6,2% og á umhverfis- og skipulagssviði 6,9%.

Veikindi starfsmanna velferðarsviðs hafa kostað borgina 145 milljónir fyrstu sex mánuði ársins og með sama áframhaldi verður kostnaðurinn af veikindum starfsmanna þessa eina sviðs um 300 milljónir í árslok. Þá er ótalinn kostnaður vegna veikinda starfsmanna á öðrum sviðum borgarinnar. Getur kostnaðurinn með sama áframhaldinu því slagað hátt upp í einn milljarð á árinu.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ingunni Björku Vilhjálmsdóttur mannauðsstjóra hjá Attentus að þumalputtareglan sé að ef veikindahlutfallið sé komið yfir 4% á ársgrundvelli þá sé það á rauði svæði, helst vilji maður sjá tölur frá 0 upp í 2-3% yfir árið.

Auðvitað geta ýmis störf hjá Reykjavíkurborg verið lýjandi andlega og líkamlega erfið en getur það verið eitthvað annað sem veldur þessu háa veikindahlutfalli og ef svo er hvað getur það verið. Getur t.d. verið hugsanlegt að það sé ekki allt í sóma og blóma hjá Reykjavíkurborg og starfsmönnum líði bara ekki nógu vel í vinnunni. Kona spyr sig.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur