Miðvikudagur 12.11.2014 - 21:03 - FB ummæli ()

Eru 2500-3000 nýjar íbúðir í boði borgarstjóra?

Í morgun var Dagur borgarstjóri með fyrirlestur um „Nýjar íbúðir í Reykjavík“. Glærurnar sem hann fór yfir á fundinum er hægt að nálgast hér:

http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_frettir/kynningarfundur_sea_november_2014_endanlegt.pdf

Til að glöggva mig betur á slíkum upplýsingum eins og fram koma á glærunum finnst mér gott að setja slíkar upplýsingar upp í töflur til að átta mig betur á þeim. Af glærunum má ráða að flestar þær íbúðir sem byrjað er að byggja eða áformað er að hefja byggingu á næstu árin eru á vegum fasteignafélaga á dýrustu stöðunum í borginni. Skipulagsvinna er skammt á veg komin á mörgum stöðum og fjöldi lóða sem til stendur að skipuleggja og byggja á eru nú þegar í “eigu” fasteignafélaga enda á borgin ekki mikið til af lausum lóðum vestan Elliðaáa. Þá liggur alveg ljóst fyrir að loforðið um 2500-3000 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir eru aðallega ætlaðar námsmönnum og öldruðum, auk svokallaðra Reykjavíkurhúsa. Þá verður ekki annað ráðið af glærunum hans Dags borgarstjóra en að hann telur upp sem hluta af kosningaloforði sínu íbúðir sem Búseti hefur hafið byggingu á í Einholti-Þverholti*, nú kallað Smiðjuholt, en svæðið keypti Búseti af Reginn hf. löngu fyrir kosningabrelluna eða vorið 2012 eins og sjá má á heimasíðu Búseta http://www.buseti.is/einholt/framkvaemdir-vid-einholt-thverholt/um-verkefnid-1

Í glærunum undir 2500-3000 leigu- og búseturéttaríbúðir kemur fram:

  • Nýjar félagslegar íbúðir
    • Félagsbústaðir ehf.                              500 íbúðir
  • Nýjar stúdentaíbúðir
    • Félagsstofnun stúdenta                       750 íbúðir
    • Háskólinn í Reykjavík                         250 íbúðir
    • Byggingafélag námsmanna                 100 íbúðir
  • Nýjar búseturéttaríbúðir
    • Búseti                                                  451 íbúð
  • Nýjar íbúðir fyrir aldraða
    • Grund-Mörkinni                                  80 íbúðir
    • Félag eldri borgara-Mjódd                  50 íbúðir
    • Samtök aldraða-Bólstaðarhlíð             50 íbúðir
    • Hrafnista-Sléttuvegur                         100 íbúðir
  • Ný búsetuúrræði fyrir fatlað fólk                    28 íbúðir
  • Nýjar íbúðir fyrir öryrkja
    • Brynja, hússjóður                                50 íbúðir

Þá er að finna eftirfarandi upplýsingar á hvaða svæðum tiltekið húsnæði verður byggt:

  • Félagslegslegar leiguíbúðir og Reykjavíkurhús: Vesturbugt, Frakkastígur, Stakkholt, Kirkjusandur, Laugarnes, HR – Öskuhlíð og Móavegur.
  • Búseturéttur: Keilugrandi, Smiðjuholt (Einholt-Þverholt)*, Suður Mjódd og Reynisvatnsás.
  • 1.100 Nýjar stúdentaíbúðir: Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Rauðarárholt-Ásholt og Stakkahlíð.
  • Íbúðir aldraðra og fatlaðra: Vesturbugt, Stakkahlíð, Sléttuvegur, Mörkin, Suður Mjódd, Suðurhóla og Hraunbær.

Eins og sjá má af glærunum skipti Dagur borgarstjóri fyrirlestrinum um fyrirhugaða uppbyggingu í þrennt. Í fyrsta lagi fjallar hann um söluíbúðir og leiguíbúðir sem eru í byggingu eða eru að fara í byggingu á vegum einkaðila þó vitað sé að flestar þessara íbúða séu söluíbúðir. Í öðru lagi fjallar hann um 2500-3000 leigu- og búseturéttaríbúðir. Og í þriðja lagi fjallar hann um ný uppbyggingarsvæði. Hér að neðan má finna töflurnar sem ég setti annars vegar um þær upplýsingar sem fram komu á glærunum um sölu- og leiguíbúðir í byggingu á vegum einkaaðila (Tafla 1) og hins vegar um 2500-3000 nýjar búseturéttaríbúðir (Tafla 2).

Tafla 1       Íbúðir í byggingu á vegum einkaaðila/fasteignafélaga
Staður fjöldi íbúða Staða framkvæmda Eigandi
Grandavegur 142 Framkvæmdir hafnar Þingvangur ehf.
Mýrargata 26 68 Tilbúið að mestu
Tryggvagata 13 40 Samkeppni að hefjast um ytra útlit/framkv.áformaðar 2015 Hús og skipulag ehf.
Ingólfstorg 19 Deiliskipulag samþykkt/framkv. áformaðar 2015 Lindarvatn ehf.
Austurhöfn/reitir 1-2 68 Framkv. áformaðar 2015 Landstólpar ehf.
Austurhöfn/reitur 5 70-110 Framkv. gætu hafist 2015 Auro Investments
Skuggahverfi 77 Verklok fyrri áfanga áætluð 2015 og seinni 2016 Skuggi 3 ehf.
Lindargata 28-32 21 Deiliskipulag samþykkt Skuggi 3 ehf.
Hljómalindarreitur 20 Deiliskipulag samþykkt/framkv. komnar af stað Þinvangur ehf.
Brynjureitur 50-90 Deiliskipulag samþykkt/framkv. hefjast 2015 Þinvangur ehf.
Frakkastígsreitur 68 Deiliskipulag samþykkt/Framkvæmdir hafnar Blómaþing ehf.
Barónsreitir Skipulag í endurskoðun, gætu verið um 200 Rauðsvík ehf.
Hverfisgata 96 (Laugavegur 77) 60 Deiliskipulagsvinna að hefjast Upphaf fasteignafélag slhf.
Guðrúnartún 100 Deiliskipulag samþykkt/framkvæmdir hafnar á einni lóð
Stakkholt 140 Framkv. hafnar/1. áfangi tilbúinn til afhendingar Þ.G. Verk
Skipholt 11-13 20 Deiliskipulag samþykkt/framkv.hafnar Upphaf fasteignafélag slhf.
Höfðatorg 80 Deilisk. samþ./fram. 2015./Heimild f. 250 íb. á reitnum skv. AR Eykt ehf.
Mánatún 175 Fyrri áfangi 2015 og seinni 2015-2016 Mánatún hf.
Sigtúnsreitur 108 Í skipulagsferli, framkv. 2015-2018 Helgaland ehf.
Hlíðarendi 600 Þar af 60 námsmannaíb/Undirb.vinna í gangi Valsmenn ehf./Rvk
Bryggjuhverfi 245 Deiliskipulag samþ./ framkv. 2014-2015 Þ.G. verk
Eddufell 8 24 Tilbúið 2015 Rok ehf.
Skyggnisbraut 112 Framkv. 2014-2016 Red ehf.

 

Tafla 2     2500-3000 leigu- og bústuréttaríbúðir
Staður fjöldi íbúða Staða framkvæmda Eigandi
Vesturbugt 128 Nýtt hverfi, til skoðuanr sem Reykjavíkurhús
Reykjavíkurhús við HR 50-80 Skipulag í undirbúningi
Frakkastígur 1 20 Skoðun á frumstigi (til skoðunar sem Reykjavíkurhús)
Kirkjusandur 300 Deiliskipulag í vinnslu/framkv. áformaðar 2016 Íslandsbanki/Rvk
Laugarnes Skipulag á frumstigi
Keiligrandi 1 78 Skipulag í vinnslu, Búseti fengið vilyrði fyrir lóðinni
Smiðjuholt (Einholt-Þverholt)* 203 Famkvæmdir hafnar Búseti
Suður Mjódd 100 Þar af 50 í búseturétti. Íbúðir fyrir aldraða
Reynisvatnsás 18 18 raðhúsalóðir, skipulag tilbúið Búseti
Háskóli Íslands 400-500 Stúdentaíbúðir, nýtt skipulag í vinnslu
Háskólinn í Reykjavík 350 Stúdenta- og starfsmannaíbúðir, framkv. geta hafist 2015
Rauðarárholt- Ásholt 97 Félagsstofnun stúdenta, framkv. Áformaðar 2015
Stakkahlíð 100 50 íb. fyrir aldraða og 50 fyrir stúdenta, skipulag á frumstigi
Sléttuvegur 280 íbúðir fyrir aldraða, búseturéttur
Mörkin 60-80 Á forhönnunarstigi Grund
Suður Mjódd 100 Íbúðir fyrir aldraða, búseturéttur
Hraunbær 103-105 50 Í undirbúningsferli
Móavegur 2-4 100 Í skoðun sem Reykjavíkurhús

 

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur