Miðvikudagur 19.11.2014 - 16:32 - FB ummæli ()

Grensásvegur, þrenging götunnar og hjólastígagerð

Hugmyndir um þrengingu og hjólastígagerð á Grensásvegi hafa verið í umræðunni síðustu daga.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag var samþykkt að fela samgönguskrifstofu umhverfis-og skipulagssviðs að halda kynningarfund um tillöguna þ.e. þrengingu á götu og gerð hjólastígs á Grensásvegi sunnan Miklubrautar, og hefja samráð við hverfisráð, íbúasamtök, samtök hjólreiðamanna, slökkvilið, lögreglu og sjúkraflutninga og aðra hagsmunaaðila.

Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks gerðu ekki athugasemd við að tillagan fari í víðtækt samráð og kynningu en með öllum fyrirvörum enda sé mörgum spurningum ósvarað og tillagan ekki að öllu leyti sannfærandi. Þó sé mikilvægt strax á þessum tímapunkti að fá fram sjónarmið helstu hagsmunaðila.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur