Föstudagur 20.02.2015 - 15:32 - FB ummæli ()

Stóra kosningaloforðið, vertu á götunni

Hátt í þúsund manns eru á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík. Greint var frá því á Vísi í gær að einstæð móðir með 5 mánaða gamalt barn sem verður heimilislaus eftir sjö daga hafi fengið þau svör frá borginni að hún verði bara að fara á gistiheimili.

Þetta eru afleiðingar þess að Reykjavíkurborg hefur vanrækt að fjölga félagslegum leiguíbúðum frá árinu 2009. Stóra kosningaloforðið hans Dags borgarstjóra er m.a. að fjölga félagslegum leiguíbúðum samtals um 500 næstu 5 árin (það eru reyndar bara rúm 3 ár eftir af kjörtímabilinu) en það er akkúrat sá fjöldi sem vanrækt var að fjölga leiguíbúðunum um á árunum 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014 en stefna borgarinnar var alltaf sú að fjölga þeim um 100 á ári. Á síðasta kjörtímabili var íbúðunum hins vegar fækkað. Í árslok 2014 voru þær færri en þær voru á árinu 2009.

Í árslok 2019, þ.e. rúmu 1 og ½ ári eftir að þessu kjörtímabili lýkur, á staðan sem sagt að verða eins og hún átti að vera í árslok 2014 þ.e. ef Dagur og félagar hefðu sinnt þessari skyldu sinni.

En í alvöru er eðlilegt að vanrækja eitthvað heilt kjörtímabil og lofa svo að laga það á næsta og þar næsta kjörtímabili ef maður er kosinn? Eflaust verður listinn langur af verkefnum sem vanrækt verður að sinna á þessu kjörtímabili sem Dagur borgarstjóri getur valið úr að gera að kosningaloforði fyrir næstu kosningar.

 

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur