Fimmtudagur 07.01.2016 - 16:23 - FB ummæli ()

Spurningar í upphafi árs

Á fyrsta fundi borgarráðs á nýju ári sem haldinn var í dag lagði undirrituð fram níu fyrirspurnir sem lúta m.a. að stöðu á biðlistum og kostnaði vegna utanlandsferða kjörinna fulltrúa á árinu 2015 sundurliðað eftir stjórnmálaflokkum og eina tillögu sem lýtur að úttekt á eineltismálum í skólum borgarinnar.

Fyrirspurnir:

  1. Óskað eftir upplýsingum um það hvað Félagsbústaðir keyptu og seldu margar almennar félagslegar leiguíbúðir á árinu 2015. Óskað er eftir sundurliðun eftir póstnúmeri, stærð, herbergjafjölda, kaupverði og í hvaða mánuði íbúðirnar voru keyptar eða seldar. Þá er óskað eftir upplýsingum um standsetningarkostnað hverrar íbúðar.
  2. Óskað er eftir upplýsingum hvað margir voru á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum í árslok 2015 og hve margir þeirra eru metnir í brýnni þörf og skipting þeirra eftir fjölskyldugerð og aldri umsækjenda.
  3. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda þjónustuíbúða aldraðra og íbúða vegna sértækra búsetuúrræða í eigu Félagsbústaða í árslok 2015 og fjölda á biðlista eftir slíkum íbúðum.
  4. Óskað er eftir upplýsingum um það hvað voru mörg laus pláss á leikskólum borgarinnar í árslok 2015.
  5. Óskað er eftir upplýsingum um það hvað margir voru á biðlista eftir stuðningsþjónustu í árslok 2015.
  6. Óskað er eftir upplýsingum um það hve mörg börn voru á biðlista eftir greiningu hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar í árslok 2015 og hversu lengi þau hafa verið á biðlista. Óskað er eftir sundurliðun á fjölda barna á biðlistum og biðtíma eftir hverfum.
  7. Óskað er eftir yfirliti yfir sölu á lóðum/byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði á árinu 2015 og  hvort um einbýlis- eða fjölbýlishúsalóðir hafi verið að ræða og þá fyrir hvað margar íbúðir á hverri lóð.
  8. Óskað er eftir yfirliti yfir óseldar lóðir/sölu á byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði í árslok 2015 og hvort um einbýlis- eða fjölbýlishúsalóðir sé að ræða og þá fyrir hvað margar íbúðir á hverri lóð.
  9. Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað Reykjavíkurborgar vegna utanlandsferða starfsmanna og kjörinna fulltrúa á árinu 2015. Óskað er eftir sundurliðun annars vegar á kostnaði vegna starfsmanna og hins vegar kostnaði vegna kjörinna fulltrúa. Þá er óskað eftir sundurliðun á fjölda og kostnaði kjörinna fulltrúa í borgarstjórn og nefndum og ráðum á vegum borgarinnar sem og stjórnum b-hluta fyrirtækja eftir stjórnmálaflokkum sem fóru í utanlandsferðir á árinu 2015.

Tillaga:

Lagt er til að borgarráð samþykki að fela skóla- og frístundasviði að vinna úttekt á meðferð eineltismála í skólum Reykjavíkurborgar. Í úttektinni skal kanna hvort einhverju er ábótavant við feril og meðferð eineltismála, forvarnir, inngrip og eftirfylgni og ef svo reynist vera, vinna tillögur að leiðum til að uppræta og koma í veg fyrir einelti meðal skólabarna í Reykjavík.

Flokkar: Húsnæðismál · Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur