Á fundi borgarráðs í dag lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram svohljóðandi fyrirspurn: „Óskað er eftir upplýsingum um auglýsingakostnað Reykjavíkurborgar á árinu 2015 og skiptingu kostnaðar á einstaka miðla og þá sem tóku að sér að annast birtingu auglýsinganna.“
Í september 2014 lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram fyrirspurn um auglýsingakostnað borgarinnar frá ársbyrjun 2013. Í svarinu kom fram að á árinu 2013 hafi auglýsingakostnaður borgarinnar verið kr. 115.238.846, þar af var kostnaður við birtingu auglýsinga kr. 110.233.240. Auglýsingakostnaður frá 1.01.2014-31.08.2014 nam samtals kr. 96.750.075, þar af vegna birtingar auglýsinga kr. 90.361.976.
Birting auglýsinga 2013, samtals 110.233.240 kr. |
1 365 – prentmiðlar ehf. 19.446.215 kr. |
2 Ríkisútvarpið ohf. 8.523.703 kr. |
3 H.Pálsson ehf. 8.061.484 kr. |
4 Árvakur hf. 5.538.311 kr. |
5 Hvíta húsið ehf. 4.923.534 kr. |
6 Auglýsingamiðlun ehf. 4.312.574 kr. |
7 Reykjavíkurborg 4.075.623 kr. |
8 MD Reykjavík ehf. 4.018.258 kr. |
9 Útgáfufélagið Heimur hf. 3.479.055 kr. |
10 Capacent ehf 3.404.526 kr. |
11 Upplýsingaveitur ehf. 3.156.524 kr. |
12 Skrautás ehf. 3.103.028 kr. |
13 Markaðsnetið ehf. 3.016.425 kr. |
14 Icelandair ehf. 2.703.408 kr. |
15 Fótspor ehf 2.438.448 kr. |
16 Aðrir 30.032.124 kr. |
Birting auglýsinga 01.01.2014-31.08.2014 samtals kr. 90.361.976 kr. |
1 365 – prentmiðlar ehf. 18.679.761 kr. |
2 Árvakur hf. 4.666.460 kr. |
3 MD Reykjavík ehf. 4.550.879 kr. |
4 Ríkisútvarpið ohf. 3.944.499 kr. |
5 Hvíta húsið ehf. 3.548.459 kr. |
6 H.Pálsson ehf. 3.531.261 kr. |
7 Upplýsingaveitur ehf. 2.925.624 kr. |
8 Pipar Media ehf. 2.909.258 kr. |
9 Morgundagur ehf. 2.585.552 kr. |
10 Icelandair ehf. 2.502.314 kr. |
11 Skrautás ehf. 2.465.072 kr. |
12 Markaðsnetið ehf. 2.275.161 kr. |
13 Útgáfufélagið Heimur hf. 2.180.717 kr. |
14 Borgarblöð ehf. 2.107.145 kr. |
15 Hagvangur ehf. 2.102.543 kr. |
16 Aðrir 29.387.271 kr. |