Ég sat sem áheyrnarfulltrúi í bílastæðanefnd þegar samningurinn við Miðborgina okkar var gerður á árinu 2015 og taldi að ekki væri hægt að gera slíkan samning enda lá fyrir álit umboðsmanns borgarbúa frá fyrra kjörtímabili, þ.e. 10. janúar 2014. Bókaði ég þá afstöðu mína á tveimur fundum nefndarinnar. Af bókun meirihlutans, þ.e. Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, […]
Í Fréttablaðinu í dag er birt áskorun flugmanna á flugvél Landhelgisgæslu Íslands þar sem þeir mótmæla harðlega lokun flugbrautar 06/24 og taka undir yfirlýsingu frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna frá 14. júní sl. en félagið lýsti yfir verulegum áhyggjum af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar dómsins. Harma flugmenn á flugvél Landhelgisgæslunnar að ekkert tillit hafi […]
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt lýsing vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins. Í lýsingunni felst m.a. fjölgun íbúða, en stefnt er að því að heildaríbúðafjöldi í Úlfarsárdal verði um 1.400 íbúðir. Gert er ráð fyrir að núverandi hverfi stækki til austurs og til norðurs í átt að […]