Miðvikudagur 31.08.2016 - 10:15 - FB ummæli ()

Fjársveltir skólar

Ástandið er alvarlegt í grunnskólum og leikskólum borgarinnar og það verður að leysa. Lögboðnu skólastarfi er ekki unnt að sinna miðað við núverandi aðstæður og bitnar það á börnunum í borginni. Undanfarna daga hafa starfsmenn leik- og grunnskóla borgarinnar bent á að ástandið hafi aldrei verið jafn slæmt. Hafa bæði skólastjórar leik- og grunnskóla í Reykjavík skorað á borgaryfirvöld að grípa til aðgerða til að leysa fjárhagsvanda skólanna. Þá hafa foreldrar leikskólabarna í Reykjavík komið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í leikskóla- og skólamálum. Það er staðreynd að niðurskurður meirihlutans í skólamálum hefur leitt til skertrar þjónustu við börn í leik- og grunnskólum borgarinnar og verður skólahaldi ekki sinnt með viðunandi hætti miðað við núverandi aðstæður. Hafa skólastjórar í Reykjavík bent á að vegna ákvarðana borgaryfirvalda geta grunnskólar í Reykjavík ekki lengur boðið nemendum sínum upp á sambærilega þjónustu og nágrannasveitarfélögin og krefjast þess að pólitískt kjörnir fulltrúar forgangsraði nú þegar í þágu barnanna í borginni, enda verði lögboðnu skólastarfi ekki sinnt miðað við núverandi aðstæður. Við þessu verður að bregðast.

Meirihlutinn í borginni verður að fara setja grunnþjónustuna í forgang og forgangsraða fjármunum í þágu velferðar- og skólamála.

Áskorun leikskólastjórnenda í Reykjavík

Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar í Reykjavík líst því yfir að ástandið hafi aldrei verið jafn slæmt. Leikskólastjóri á Nóaborg sagði í viðtali að erfiðara sé að reka leikskóla nú en síðustu fimmtán ár og reksturinn hafi aldrei verið eins erfiður og undanfarið ár. Síðasti vetur og það sem af sé af þessu ári sé  erfiðasta tímabil sem hún hafi átt í sínu starfi og skrifi hún það nánast að öllu leyti á þann meirihluta sem nú stjórni borginni. Ástandið gangi ekki upp og verði borgin að horfast í augu við það. Harkalegur niðurskurður í sérkennslu bitni illa á þeim sem síst mega við því.

http://www.visir.is/slaem-fjarhagsstada-i-leikskolum-reykjavikur–kreppan-var-jolin-midad-vid-thetta-/article/2016160829154

http://www.ruv.is/frett/rekstur-leikskola-aldrei-erfidari

http://www.visir.is/stadan-a-leikskolum-aldrei-verid-jafn-slaem/article/2016160829108

http://www.ruv.is/frett/skoda-ad-haekka-fjarframlog-til-leikskola

Í gær afhentu leik­skóla­stjórn­end­ur í Reykjavík  Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra harðorða álykt­un þar sem þeir mót­mæla niðurskurði í leik­skól­um borg­ar­inn­ar og skora á borg­ar­yf­ir­völd að end­ur­skoða fjár­veit­ing­ar til leik­skól­anna.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/30/hitafundur_i_radhusinu/

http://www.ruv.is/frett/leikskolastjorar-ekki-haegt-ad-skera-nidur

Ályktun skólastjóra í grunnskólum Reykjavíkur

Á fundi skólastjórnenda 29. ágúst sl. var samþykkt ályktun þar sem skólastjórar lýsa yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu grunnskólanna í borginni sem leitt hafi til skertrar þjónustu við nemendur. Niðurskurðar til grunnskólanna á síðustu átta árum hafi orðið til þess að rekstur skólanna sé nú algjörlega óviðráðanlegur og vegna ákvarðana borgaryfirvalda geta grunnskólar í Reykjavík ekki lengur boðið nemendum sínum upp á sambærilega þjónustu og nágrannasveitarfélögin. Krefjast skólastjórar grunnskóla í Reykjavík að pólitískt kjörnir fulltrúar forgangsraði nú þegar í þágu barnanna í borginni, enda verði lögboðnu skólastarfi ekki sinnt miðað við núverandi aðstæður.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/29/rekstur_grunnskola_ovidradanlegur/

http://www.visir.is/skolastjorar-i-reykjavik-krefja-kjorna-fulltrua-um-adgerdir/article/2016160828819

http://www.ruv.is/frett/geti-ekki-sinnt-logbodnu-hlutverki-skola

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur