Fimmtudagur 18.08.2016 - 11:38 - FB ummæli ()

Engar dælur og engir stórmarkaðir úti á Granda

Meirihlutinn í borgarstjórn, þ.e. Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð, vill ekki dælur fyrir eldsneyti á lóðum stórmarkaða og alls ekki að stórmarkaðir festist í sessi úti á Granda sem meirihlutinn telur jaðarsvæði.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær hafnaði meirihlutinn fyrirspurn að sett yrði upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á Krónulóðina úti á Granda þar sem það myndi hvorki samræmast stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva né nýsamþykktri loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar þar sem markmiðið verði að dælur fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna verði 50% færri árið 2030 og verði að mestu horfnar árið 2040. Þá segir meirihlutinn að stórmarkaðir með matvöru í jaðri íbúasvæðis séu jafnframt andstæðir gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem sé að finna stefnur um skipulag vistvænna hverfa og hverfisverslanir. Myndi sjálfsafgreiðslustöð á umræddum stað að öllum líkindum festa stórmarkaðina enn frekar í sessi.

Minnihlutinn þ.e. Framsókn og flugvallarvinir og Sjálfstæðisflokkur samþykktu hins vegar fyrirspurnina og bókuðu:

“Valið stendur um það að hafa bensínsstöðvar á sérlóðum eins og fyrirfinnast nú víða um borg eða bjóða upp á þann möguleika að hafa sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti á lóðum þar sem fólk gerir stórinnkaup. Slíkt fyrirkomulag dregur úr ferðum og þar með mengun og meiri möguleikar eru á því að lóðunum sem nú eru sérstaklega nýttar fyrir bensínsstöðvar fækki. Mikið af verslunum eru á þessu svæði sem stór hluti borgarbúa sækir enda mikill fólksfjöldi sem býr þar í kring og fyrirhuguð er mikil uppbygging í næsta nágrenni.”

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur