Færslur fyrir flokkinn ‘Flugvöllur’

Mánudagur 15.05 2017 - 11:05

Alþingi þarf að fara vakna

Vinnubrögðin í svokölluðu neyðarbrautarmáli hafa verið fyrir neðan allar hellur. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að ekki liggur fyrir leyfi Samgöngustofu um lokun neyðarbrautarinnar þar sem áhættumat vegna lokunar hennar hefur ekki verið gert. Samt hefur brautinni verið lokað. Við í Framsókn og flugvallarvinum höfum ítrekað fjallað um það í borgarstjórn, bókað og skrifað greinar […]

Föstudagur 10.02 2017 - 23:19

Alþjóða flugmálastofnunin staðfestir að forsendur útreiknings á nothæfisstuðli voru rangar

Rúmum þremur mánuðum eftir niðurstöðu Samgöngustofu um áhættumatsskýrslu Isavia gerði öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) alvarlegar athugasemdir við útreikning nothæfisstuðulsins. Hér að neðan er annars vegar rakin niðurstaða Samgöngustofu frá 1. júní 2015 og hins vegar athugasemdir ÖFÍA frá 9. september 2015. Nú liggur fyrir að forsendur á útreikningi nothæfisstuðulsins voru rangar eins og ÖFÍA […]

Föstudagur 13.01 2017 - 19:49

Tillaga um tímabundna opnun neyðarbrautarinnar

Á síðasta borgarstjórnarfundi sem haldinn var 10. janúar sl. lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram tillögu um viðræður borgarstjóra og innanríkisráðherra um tímabundna opnun NA-SV flugbrautar Reykjavíkurflugvallar, eða svokallaðrar neyðarbrautar, fyrir sjúkraflug. Tillagan: „Borgarstjórn samþykkir að borgarstjóri ræði við innanríkisráðherra og veiti ríkinu heimild Reykjavíkurborgar til þess að hafa NA-SV flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli opna fyrir sjúkraflug […]

Fimmtudagur 29.12 2016 - 14:05

Upprifjun á áhyggjum fagaðila um lokun neyðarbrautarinnar

Eins og flestir muna sannaði neyðarbrautin gildi sitt í árslok 2015 en daginn fyrir gamlársdag í fyrra treysti sjúkraflug í hæsta forgangi algjörlega á neyðarbrautina en ekki var hægt að lenda á hinum tveimur brautunum. Í gær var ekki hægt að lenda með sjúkling í Reykjavík þar sem búið er að loka svokallaðri neyðarbraut og […]

Miðvikudagur 28.12 2016 - 22:09

Orð sérfræðinga um lokun neyðarbrautarinnar

Sú alvarlega staða kom upp í dag að ekki var hægt að lenda sjúkraflugvél í Reykjavík þar sem búið er að loka svokallaðri neyðarbraut. Í dag birti Þorkell Ásgeir Jóhannsson flugstjóri hjá Mýflugi, sem sér um sjúkraflugið, svohljóðandi færslu á facebook: „Þar kom að því. Nú hefur það gerst að ekki var hægt að koma […]

Laugardagur 03.09 2016 - 16:17

Oftúlkaður Hæstaréttardómur?

Í dómsmálinu um lokun neyðarbrautarinnar var ekki gerð krafa um það að ríkið myndi standa við samkomulagið um söluna á landinu í Skerjafirði sem fulltrúar Samfylkingarinnar gerðu f.h. Reykjavíkurborgar og ríkisins 1. mars 2013, þ.e. Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir, þó svo vikið sé að samkomulaginu í dómnum þegar fjallað er um valdmörk innanríkisráðherra. […]

Föstudagur 24.06 2016 - 13:20

Áhyggjur fagaðila um lokun flugbrautar

Í Fréttablaðinu í dag er birt áskorun flugmanna á flugvél Landhelgisgæslu Íslands þar sem þeir mótmæla harðlega lokun flugbrautar 06/24 og taka undir yfirlýsingu frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna frá 14. júní sl. en félagið lýsti yfir verulegum áhyggjum af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar dómsins. Harma flugmenn á flugvél Landhelgisgæslunnar að ekkert tillit hafi […]

Miðvikudagur 18.05 2016 - 11:05

Hvað varð um athugasemdir Öryggisnefndarinnar?

Á fundi borgarstjórnar 3. maí sl. samþykkti meirihluti borgarstjórnar, þ.e. Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð, nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar þar sem NA/SV flugbrautin (flugbraut 06/24) eða svokölluð neyðarbraut er tekin af skipulagi. Niðurstaða héraðsdóms Með dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 22. mars sl. var innanríkisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, gert skylt að […]

Miðvikudagur 20.04 2016 - 14:30

Orð en ekki öryggi

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sem var að ljúka samþykkti meirihlutinn deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar um að taka svokallaða neyðarbraut af skipulagi. Minnihlutinn þ.e. Framsókn og flugvallarvinir og Sjálfstæðisflokkur greiddu atkvæði á móti. Á fundinum lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram svohljóðandi bókun: Þrátt fyrir niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur liggja ekki fyrir fullnægjandi gögn og þar með fullvissa um […]

Miðvikudagur 23.03 2016 - 15:21

„Lokið brautinni eða takið svæðið eignarnámi“

Niðurstaða héraðsdóms í svokölluðu neyðarbrautarmáli byggir á samningi Hönnu Birnu við Jón Gnarr í október 2013.  Málið er dæmt á grundvelli meginreglu íslensk réttar að samningar skuli halda en ekki á því hvort það sé „áhættulaust“ að loka brautinni. Í niðurstöðu dómsins er hins vegar að finna leiðbeiningar um það hvað þingið getur gert ef […]

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur