Færslur fyrir flokkinn ‘Flugvöllur’

Miðvikudagur 16.03 2016 - 07:48

Framsókn enn flugvallarvinur

Sumir hafa velt því fyrir sér hvort Framsókn vilji ekki lengur hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni og halda neyðarbrautinni vegna umræðunnar um að byggja spítalann annars staðar en við Hringbraut. Það eru óþarfa áhyggjur. Ég hef t.d. verið þeirrar skoðunar í nokkur ár, reyndar löngu áður en í fór í pólitíkina, að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni […]

Miðvikudagur 03.02 2016 - 22:47

Vatnsmýrin besta staðsetningin

Meirihluti landsmanna er hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni samkvæmt könnun sem Maskína gerði dagana 15. til 26. janúar sl. Samkvæmt könnuninni eru 59% hlynntir núverandi staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýrinni en 22% andvígir. Alls svöruðu 847 manns eða 50% úrtaksins. Kannanir sem gerðar hafa verið undanfarin ár sýna að landsmenn vilja hafa flugvöllinn […]

Miðvikudagur 06.01 2016 - 14:42

Í andstöðu við eigin upplýsingastefnu

Á borgarstjórnarfundi í gær kom skýrlega fram að borgarstjóri telur sig vita betur en Samgöngustofa, flugumferðarstjórar og flugstjórar. Á fundinum bar hann annars vegar fyrir sig niðurstöður úr skýrslu Eflu um nothæfistíma að það hefði verið hægt að lenda á öðrum brautum en neyðarbrautinni þó svo að Samgöngustofa hafi sagt að hún hafi hvorki rýnt […]

Sunnudagur 03.01 2016 - 20:57

Óupplýsta fólkið

Jæja þá hefur Halldór Auðar Svansson Pírati opinberað að hann skiptir ekki um skoðun þó svo skoðun hans byggir á ófullnægjandi upplýsingum. Ef einhver tekur ákvörðun eða gerir samning sem byggir á röngum forsendum, ófullnægjandi gögnum, þá á slíkt að standa, alveg sama hvað. Mannslíf eru bara aukaatriði, óþarfa tilfinningaklám, eins og sumir hafa látið […]

Fimmtudagur 17.12 2015 - 18:55

Deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með deiliskipulaginu var flugbraut 06/24 eða svokölluð neyðarbraut, tekin út af skipulagi. Þær röksemdir sem notaðar voru við athugasemdir sem bárust við breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda, sem var samþykkt […]

Mánudagur 23.11 2015 - 16:45

Neyðarbrautin notuð í dag vegna veðurs

Á facebook í dag hafa komið fram upplýsingar og myndband um það að í morgun hafi NA/SV flugbrautin (06/24) eða svokölluð neyðarbraut verið notuð vegna of mikils hliðarvinds til að hægt væri að lenda á hinum tveimur flugbrautunum. Á fundi borgarráðs 19. nóvember sl. var lagt fram bréf innanríkisráðherra, dags. 3. nóvember sl., þar sem mótmælt er […]

Föstudagur 13.11 2015 - 21:19

Upplýsingar til Brynjars

Vegna ummæla Brynjars Harðarsonar sem fram koma í Kjarnanum í dag http://kjarninn.is/frettir/2015-11-13-segir-flugvallarvini-hafa-haldid-uppi-miklu-arodursstridi-i-gegnum-fjolmidla/ er rétt að benda á eftirfarandi: Flugbraut 06/24 er kölluð neyðarbrautin vegna þess að hún er notuð þegar ekki er hægt að lenda á hinum tveimur flugbrautunum vegna veðurs eins og ítrekað gerðist síðasta vetur. Í niðurstöðu Samgöngustofu frá því í sumar um áhættumatið […]

Miðvikudagur 30.09 2015 - 07:29

Hótel í fluglínu neyðarbrautar

Í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi var viðtal við Jóhann Halldórsson forsvarsmann S8 ehf. sem sagðist vera að fara byggja hótel í Vatnsmýrinni. Umrætt hótel verður í fluglínu svokallaðrar neyðarbrautar. http://www.ruv.is/frett/byggja-staersta-hotel-landsins Forsaga málsins er sú að 2. apríl 2008 gerði Framkvæmda- og eignasvið borgarinnar samning við S10 ehf. um kaup S10 ehf. á byggingarrétti á lóð við […]

Mánudagur 04.05 2015 - 21:19

Lýðræðisást í flugvallarmálinu?

MMR kannaði hug Íslend­inga til þess að loka flug­braut 06/24 (oft nefnd neyðarbraut) á Reykja­vík­ur­flug­velli. Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar voru þær að 78% Íslend­inga eru and­víg því að braut­inni verði lokað. Sé aðeins horft á íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins vilja 74% ekki að braut­inni verði lokað. Sé aðeins horft á Reykja­vík þá eru 68% íbúa and­víg lok­un braut­ar­inn­ar. Könn­un­in var […]

Fimmtudagur 16.04 2015 - 22:35

Reykjavíkurflugvöllur- vilji ríkisstjórnarinnar

Fyrir síðustu kosningar sögðu fulltrúar meirihlutans í borginni að Reykjavíkurflugvöllur væri ekki kosningamál því það væri ekki verið að fara gera eitt eða neitt við flugvöllinn á þessu kjörtímabili! Hið rétta er að í lok síðasta kjörtímabils voru teknar ákvarðanir sem eiga að koma til framkvæmda á þessu kjörtímabili sem varða flugvöllinn. Í lok síðasta […]

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur