Þegar farið er í framkvæmdir er mikilvægt að eigendur fjöleignarhúsa gæti réttra aðferða við þær. Boða þarf til húsfundar með lögmætum hætti og í fundarboði þarf að tilgreina þau mál sem fyrir verða tekin á fundinum og meginefni tillagna. Ekki er hægt að taka mál til atkvæðagreiðslu á húsfundi sem ekki hefur verið getið í […]
(Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. ágúst 2017) Framsókn og flugvallarvinir hafa allt kjörtímabilið gagnrýnt einstrengingslega þéttingar- og lóðaskortsstefnu meirihlutans í borgarstjórn og vangetu og viljaleysi meirihlutans við að fjölga félagslegum leiguíbúðum. Meirihlutinn hefur ekki viljað víkja frá stefnu sinni þó að neyðarástand ríki í húsnæðismálum bæði á almennum markaði og félagslegum, en umsækjendum á biðlista […]
Það er skortur á húsnæði, það vantar minni íbúðir og húsnæðisverð er of hátt. Kannanir sýna að fólk á leigumarkaði vill kaupa en á ekki fyrir útborgun og nær ekki að leggja til hliðar. Nauðsynlegt er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög. Það þarf að auka fjölbreytni í húsnæðisvali og auka framboð húsnæðis. Vísbendingar eru um […]
Ástandið í húsnæðismálum í Reykjavík er mjög slæmt. Það vantar nokkur þúsund íbúðir inn á markaðinn. Meirihlutinn í borgarstjórn, þ.e. Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Björt framtíð, eiga stóran þátt í því vegna einstrengislegrar þéttingar- og lóðaskortsstefnu sem hefur aukið verulega húsnæðisvandann í Reykjavík og búið til skort sem hefur leitt til hækkunar fasteignaverðs. Það […]
Meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur, þ.e. Samfylkingunni, Vinstri grænum, Pírötum og Bjartri framtíð, gengur illa að láta áætlanir í húsnæðismálum ganga upp. Meðan biðlistar lengjast og húsnæðisvandinn eykst þylur borgarstjóri upp hverja áætlunina á fætur annarri og færir eignir á milli A og B, þ.e. úr eignasjóði Reykjavíkurborgar yfir til Félagsbústaða, í þeirri von að borgarbúar […]
Umsækjendum á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 41% á tæpu einu og hálfu ári og eru nú 1022. Aðeins 3 slíkar íbúðir hafa verið keyptar á þessu ári. Í árslok 2015 voru samtals 723 umsækjendur á biðlista eftir almennum félagslegum íbúðum í Reykjavík. Í árslok 2016 voru þeir 893. Hafði […]
Það hefur alltaf verið erfitt fyrir ungt fólk að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Nú er vandinn hins vegar enn meiri vegna skorts á húsnæði og þeirrar staðreyndar að skortur á húsnæði mun verða viðvarandi næstu árin. Nær aldrei hafa færri fasteignir verið til sölu og vegna skortsins hefur fasteignaverð hækkað gríðarlega. Það hefur […]
Á grundvelli samkomulags síðustu ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins um byggingu íbúða á grundvelli nýrra laga um almennar íbúðir sem kveða á um stofnframlög var samþykkt á síðasta borgarráðsfundi að úthluta lóðum og byggingarrétti fyrir samtals 236 íbúðir til Íbúðafélagsins Bjargs hses., sem rekið er án hagnaðarmarkmiða, en stofnendur þess eru ASÍ og BSRB. Félaginu er […]
Nokkrar staðreyndir: Borgin úthlutaði einungis fimm fjölbýlishúsalóðum með fleiri en fimm íbúðum á fyrsta 31 mánuðinum sem Dagur hefur verið borgarstjóri þ.e. frá júní 2014 til ársloka 2016, þar af var ein þeirra boðin út á almennum markaði, þ.e. Tryggvagata 13, tvær til eldri borgara, ein til Búseta og ein til Félagsbústaða til að byggja […]
Lóðaskortsstefna meirihluta borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar hefur stóraukið húsnæðisvandann í borginni. Frá upphafi kjörtímabilsins í júní 2014 til síðustu áramóta eða á 31 mánuði úthlutaði borgin einungis fimm fjölbýlishúsalóðum með fleiri en fimm íbúðum, þar af var ein þeirra boðin út á almennum markaði, þ.e. Tryggvagata 13, tvær til eldri borgara, […]