Nú þegar hægir á efnahagslífinu, eftir að hagvöxtur varð talsvert meiri á fyrri hluta ársins en spáð var, þá stígur peninganefnd Seðlabankans fram og hækkar stýrivexti um 0,25%. Þetta gengur gegn allri venjulegri hagstjórn. Við kólnun hagkerfisins myndu flestir Seðlabankar grannríkjanna lækka vexti til að milda niðursveifluna eða jafnvel til að vega á móti henni. […]
Á síðustu 25 árum eða svo hafa stjórnvöld framkallað mikla tilfærslu á skattbyrði – af hærri tekjuhópum og yfir á þá lægri. Þetta hefur verið gert með ýmsum aðgerðum, sem eru skýrðar á ítarlegan hátt í nýlegri bók (Ójöfnuður á Íslandi, 2017) sem og í skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks 1998 til 2016. Rýrnun persónuafsláttar […]
Samtök atvinnurekenda (SA) hafa lagt fram útspil sitt fyrir komandi kjarasamninga (sjá hér). SA-menn og yfirstéttin öll hafa notið ofurhækkana á ofurlaun sín á síðustu misserum – eins og allir vita. Síðasta árið hafa þeir kyrjað þuluna um að ekkert svigrúm sé lengur fyrir neinar kauphækkanir – jafnvel þó ágætur hagöxtur sé í landinu og […]
Samtök atvinnurekenda (SA) birtu í dag niðurstöður könnunar sem þau hafa fengið Gallup til að gera (sjá hér). Sagt er að hún fjalli um viðhorf landsmanna til áherslna í komandi kjarasamningum. Ég stýrði gerð svona kannana fyrir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um langt árabil. Ég verð að segja að sjaldan hef ég séð jafn hlægilegt dæmi […]
Ég var við Heklu og Þjófafoss á föstudag. Búið er að taka stærstan hluta Þjórsár þarna í stækkun Búrfellsvirkjunar. Þessi stórbrotni foss, Þjófafoss sem var, er nú bara spræna og áin við Tröllkonuhlaup rétt eins og hver önnur grjóturð. Mér er óskiljanlegt hvers vegna þetta er hægt. En svona var farið með Hrauneyjarfoss og Sigöldugljúfur […]
I. Fagurgali eða alvöru vilji? Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: “Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins til að tryggja að kjarasamningar skili launafólki og samfélaginu raunverulegum ávinningi.” Einnig þetta: “Hafin verður endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfi sem ætlað er […]
Vaxtabætur eru helsta verkfæri stjórnvalda til að auðvelda fjölskyldum með lágar og milli tekjur að eignast íbúðarhúsnæði. Mikill meirihluti Íslendinga vildi helst geta búið í eigin húsnæði. En eftir hrun hefur þeim fækkað umtalsvert sem það gera um leið og búseta í leiguhúsnæði hefur stóraukist. Aukin notkun leiguhúsnæðis er ekki vegna þess að fleiri vilji nú […]
Þeir sem gæta hagsmuna atvinnurekenda og fjárfesta tala nú mikið um að ekkert svigrúm sé til launahækkana í komandi kjarasamningum. Það kemur svo sem ekki á óvart. Þetta er hefðbundið tal í aðdraganda kjarasamninga. Það sem kemur þó á óvart er hversu langt menn ganga að þessu sinni. Yfirleitt leyfa menn sér ekki að útiloka […]
Hrunið 2008 var klassísk fjármálakreppa sem kom í kjölfar óvenju viðamikils bóluhagkerfis (sjá umfjöllun um það hér). Bólan sprakk vegna þess að fjármálakerfið hafði safnað svo miklum erlendum skuldum að ekki var við ráðið. En hvers vegna gerðist það? Rótin að tilurð bóluhagkerfisins og því gríðarlega óhófi sem þá tíðkaðist liggur í fjármálavæðingunni (financialization). Fjármálavæðing […]
Hagstofa Íslands og Eurostat birtu um daginn nýjan samanburð á verðlagi milli Evrópulanda (sjá hér). Niðurstaðan er sú, að Ísland er nú dýrasta landið í Evrópu. Jafnvel dýrara en Sviss og Noregur, sem lengi hafa verið með hæsta verðlagið. Þetta má sjá á töflunni hér að neðan. Dálkur 1 sem sýnir útkomuna fyrir einkaneyslu heimilanna gefur bestu heildarmyndina: […]
Fyrri pistlar