Miðvikudagur 17.10.2012 - 16:01 - Rita ummæli

Eitt NEI nægði

Dagurinn byrjaði á því að raka af sér mesta skeggið, fara í hrossabjúgnaveislu til fjölskyldunnar í Kópavoginum í hádeginu og svo til rakarans. Allt gert til að líta vel út á kjörstað enda fyrsta sinn sem ríkið er með þvílíka og aðra eins skoðanakönnun.

Síðan var farið á kjörstað niður í Laugardalshöll og þar var biðröðin styttri en eftir tómötum er seldir voru í landamæraborginni Oradea í Rúmeníu árið 1990, rétt eftir aftöku einræðisherra þess lands.

Já, þetta gekk snurðulaust fyrir sig og eitt NEI nægði við fyrstu spurningunni. Þessari könnun er því lokið af minni hálfu a.m.k.

Svo er bara að bíða spenntur eftir úrslitunum í þessari ríkisstyrktu skoðanakönnun.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur