Laugardagur 02.04.2016 - 11:40 - Lokað fyrir ummæli

Aðalgjaldkeri Samfylkingarinnar

Nú liggur fyrir að aðalgjaldkeri Samfylkingarinnar hefur vikið úr embætti. Vænta má að einhver aflandsfélaga hans hafi átt kröfur hér á landi á sínum tíma rétt eins og fjölmargir Íslendingar sem voru undir þá sök seldir að eiga fjármuni erlendis fyrir hrun árið 2008.

Í þessu sambandi má nefna íslenska lífeyrissjóði, eldri borgara, sem illu heilli trúðu á Evrópusinna hve krónan var skelfileg og stórhættuleg ásamt öðrum er fylgdu Samfylkingunni að málum. Þó svo að aðalgjaldkerinn hafi engar kröfur átt liggur ljóst fyrir áhugi aðalgjaldkerans, sem og Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í heild sinni eða að stórum hluta, að ganga í Evrópusambandið og ganga frá skelfilegum ICESAVE samningum. Svo má einnig nefna stuðningsmenn Vinstri grænna sem síðar voru sviknir. VG sveik þorra kjósenda sinna með aðlögunar- og umsóknarferli sínu að Evrópusambandinu. Þjóðin var svikin með svavarssamningnum um ICESAVE.

Hver þekkir ekki valdastrúktúrinn í hinum gömlu Sovétríkjum. Þar réð aðalritari flokksins öllu. Svipar þetta til áhrifa aðalgjaldkera Samfylkingarinnar sem virðist hafa gætt nokkuð víða á Íslandi. Virðist svo að vald hans hafa náð nokkuð víða, bæði í viðskipum og pólitík. Það er ekkert við það að athuga en gagnrýna má stefnuna og eftirtekjan var afar rýr, bæði að efninu til og varðandi fylgi fylkingarinnar.

Fullyrða má að aðalgjaldkerinn hafi haft mikil áhrif á stefnubreytingu Vinstri grænna í Evrópumálunum sem og varðandi ICESAVE kuklið allt saman. Ekki er annað séð að RÚV hafi smitast af þessu ægivaldi aðalgjaldkerans og áhugaefni hans á því að koma miklu fé í hendur kröfuhafa á suðrænum eyjum, í aflandsfélög og frá Íslendingum.

Er forysta Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hæf eftir að hafa gengið þessa götu til enda og nánast því fram að hengiflugi með þjóð sína? Fremur lágt fylgi segir sitt en ekki allt.

Svo virðist að aðalgjaldkeri Samfylkingarinnar hafi gengið hart fram ásamt öðrum illvirkjum innan síðustu hreinu vinstri stjórnarinnar á Íslandi fyrir erlenda kröfuhafa og náð talsvert miklu í gegnum þá ríkisstjórn. Má þar m.a. minna á ICESAVE og allt umsóknarklúðrið auk ömurlegra tillagna að nýrri stjórnarskrá.

Þykir pistlahöfndi nokkuð ljóst að aðalgjaldkera Samfylkingarinnar hafi, hugsanlega sem e.k. fylgisvein kröfuhafa eða mjög svo meðvirkur, náð mun meiru í gegn hjá síðustu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur en eiginkona forsætisráðherra Íslands í dag. Hvað veldur?

Er það siðvit aðalgjaldkerans sem var í ólagi eða rík siðferðiskennd manneskju sem vildi verja eigur og fjármuni íslensku þjóðarinnar umfram allt annað? Var aðalgjaldkerinn látinn víkja vegna lélegarar ráðgjafar við gjaldkerastörf sín í tíð síðustu ríkisstjórnar?

Eru svörin ekki augljós þar sem lesa má söguna af skrifum sem og fréttum bæði frá tímunum fyrir og eftir hrun?

Góða helgi !

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur