Sunnudagur 03.04.2016 - 17:40 - Lokað fyrir ummæli

Götur að tæmast á höfuðborgarsvæðinu

Það er ekki af þeirri ástæðu að götur höfuðborgarinnar séu ekki þrifnar undir stjórn vinstri manna að fólk sé að hverfa af götum borgarinnar og inn í hús þessa stundina. Nú er tæpur hálftími í að útsending RÚV hefst með þætti Kastljóss og beinast augu almennings, skv. fréttum frá RÚV, um allan heim að þessum þætti. Fámenn og fremur efnalítil samfélög á eyjum víða um heim hafa varað eyjaskeggja við sem um flóðbylgju sé að ræða. Hvað veldur?

Jú, Rúv hefur nú hafið sýningar á gömlum áramótaskaupum og reikna má með að þetta Kastljós hafi jafnvel meiri áhrif á almenning á Íslandi sem og víða um heim, en Gleðibankinn hafði á sínum tíma. Nú á bankinn 30 ára afmæli en þar var fjallað um það að landinn leggur almennt aldrei þar inn heldur tekur bara út. Hefur þessi banki nú opnað útibú á Tortóla? Lífeyrissjóðir landsmanna lögðu þar einmitt inn.

gledibankinn-1986ice

Bíðum öll spennt. Spurning bara í hvaða sæti RÚV lendir eftir þetta.

Flokkar: Menning og listir

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur