Miðvikudagur 22.06.2016 - 14:03 - Lokað fyrir ummæli

Kaus Davíð í dag !

Davíð Oddsson

Davíð Oddsson

Það er fallegur dagur í dag. Fyrirtæki hafa gefið starfsmönnum frí seinni partinn svo allir geti notið þess að horfa á knattspyrnu.

Einu sinni voru hér á landi öfl sem vildu okkur í fjötra ICESAVE og að því loknu draga okkur Íslendinga bundin í ESB.

Á þeirri stundu voru dregnir fram sérfræðingar sem höfðu þegið fjármuni frá styrkjakerfi ESB og vildu meira. Eins og Megas segir í Heilræðavísunum:

Ef þú ert þjakaður þrúgandi fargi
en þraut þína kann enginn né vill gútera
og illra geðlæknanna ólyfjan grimmri
en þinn ömurleik kalla menn vesöld einbera
þá droppaðu við hjá dópmangaranum
og kýldu á netta nös.

Í stað þess að hvetja landsmenn til dáða gegn ICESAVE og þvingaða aðild að ESB töluðu þessir einstaklingar þjóðina niður. Það gerðist ekki einu sinni heldur ítrekað.

Nú er runninn upp dagur samstöðu þjóðarinnar þar sem við sameinumst um ferskleikann og fagmennsku í knattspyrnu. Þar ber ekki aðeins að fagna karlalandsliðinu okkar heldur einnig kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Ekki má heldur gleyma að fagna árangri þeim sen nýlega náðist í handboltanum þar sem karlalandsliðið er komið á HM.

Við kjósum í dag að standa öll saman sem eitt. Þannig erum við sterkust.

Á laugardaginn kjósum við öll sem eitt og á sunnudag skulum við standa svo saman öll sem eitt, hvetja landsmenn til dáða og hætta nöldrinu, baknaginu og hvetja til betri hegðunar í netheimum sem og við Alþingi Íslendinga. Aukum virðingu þess og vegsemd.

Hvetjum börn okkar til dáða, hvetjum landsmenn til dáða.

Með þetta hugarfar kaus pistlahöfundur Davíð í dag.

Áfram Ísland !

Flokkar: Heimspeki · Sagnfræði · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur