Sunnudagur 02.10.2016 - 15:47 - Lokað fyrir ummæli

Nýr formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var rétt í þessu kjörinn formaður Framsóknarflokksins með 41 atkvæði umfram það sem fyrrverandi formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hlaut. Sigurður hlaut 370 atkvæði en Sigmundur 329.

Kosningaþátttakan vekur athygli en aðeins 703 greiddu atkvæði í þessum mesta kosningaslag um æðsta embætti Framsóknarflokksins sem sögur fara af og það á 100 ára afmæli flokksins. Það greiddu aðeins 67,40% þeirra sem atkvæðabærir voru í þessum kosningum en þeir voru 1.043. Það vekur sérstaka undrun.

Niðurstaðan liggur fyrir og það virðist sem mikið verk bíði Sigurðar Inga við að byggja upp flokkinn innávið, tryggja stoðirnar og ráðast í erfiða kosningabaráttu nú fyrir Alþingiskosningar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, 54 ára að aldri, má vel við una enda virðist sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 41 árs að aldri, hafi mikið fylgi innan flokksins. Framsóknarflokkurinn hefur kosið sér afar góðan formann með mikla reynslu. Vakti það athygli að Sigurður Ingi, í ræðu sem hann flutti eftir að niðurstaðan í formannskjörinu var orðin ljós, bað alla fundarmenn að rísa úr sætum, þakkaði Sigmundi Davíð fyrir góð störf á erfiðum tímum og bað fundarmenn með þessu að votta honum virðingu sína.

Sigurður Ingi hefur því hafið sáttaferlið. Hann á að geta unnið það verk og sameinað Framsóknarmenn að baki sér. Hann er maður sátta þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Þegar þetta er ritað eru sterkar líkur á að Lilja Alfreðsdóttir verði kjörin varaformaður og breytist þá ásýnd flokksins mikið.

Gangi ykkur vel Framsóknarmenn og til hamingju með nýjan formann.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur