Íslendingar hafa reynt á það að vinna með nágrönnum sínum varðandi eigin velferð. Á öldum áður endaði það með gífurlegri skattlagninu, óhreinu mjöli og afar lélegri þjónustu t.a.m. varðandi skipaflutninga milli meginlands Evrópu og Íslands. Úr varð að við tókum upp eigin mint og urðum að sjálfstæðri þjóð.
Eftir hrun hins íslenska fjármálkerfis urðu margir ofurspekúlantar til þess að missa vatnið og sjá stjörnur þar sem öngvar voru. Í minningu orða þessara ,,snillinga“ er þessi pistill ritaður.
Þróun norsku krónunnar
Eftir hrun hlustuðu margir á það að í Noregi mætti finna paradís. Þar væri allt fljótandi í olíu og menn hreinlega færu í bað í olíu þegar vel lagi á þeim eftir langa skíðagöngu í fögru landslagi norsku hálandanna, inn í dölum og fjarðarbotnum í þessu fallega nágrannalandi okkar Íslendinga. Þeir sem básúnuðu þetta urðu samt eftir heima og eru enn á ríkisjötunni eða búnir að setja enn eitt dagblaðið í gjaldþrot. Óskaplega minnir þetta vel á vinstri menn er segja ósatt en vita betur.
Hver man ekki eftir SÍA leyniskýrslunum kommanna austan járntjaldsins er sögðu eitt en annað var básúnað hér heima um gjallarhorn til almennings? Það er sami kommaþefurinn er fjaðrar þarna úr sósílalisma sófanum setjist maður í hann.
Norska krónan hefur fallið um 50% gagnvart íslensku krónunni frá því sem var fyrir 4 árum. Þetta hefur orðið til þess að hingað heim hafa flutt aftur fjölmargir Íslendingar sem hafa fundið landið sitt á ný og áttað sig á að þetta var bara tómt bull í þessu gengi sem þvældi þeim þangað. Jafnvel íslenskir prestar staðsettir í Noregi hafa vitnað til um hve bágt ástandið var þegar Íslendignar komu til Noregs í leit að paradís eftir hrun. Þeir gerðu oftar en ekki kraftaverk fyrir þetta ágæta fólk þegar í engin hús var að venda.
Tökum upp norska krónu sagði prófessorinn
Í frétt á visir.is má lesa, frá því í miðju hruni 15. október 2008, frétt um yfirlýsingar prófessors við Háskóla Íslands að það borgi sig bara að taka upp norska krónu. Það er óhætt að segja að prófessorar og aðrir hámenntaðir snillingar sem og sjálfskipaðir geta farið á límingunum í miðju hruni svo að ráðherrar fylgdu þar fast á eftir, menn sem áttu að stýra skútunni í öllum atganginum.
Einn þingmaður og þáverandi formaður íslenskra afdankaðra kommúnista, Steingrímur J. Sigfússon síðar fjöldamálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, fór og hitti jafnvel að máli Kristínu Halvorsen fjármálaráðherra Noregs og þáverandi formann SV í Noregi en SV er Sósíalíski vinstriflokkurinn þar á bæ. Hann gerði sér þangað erindi er gekk út á að kanna hvort Íslendingar gætu ekki tekið upp norsku krónuna.
Norðmenn losuðu sig svo reyndar við hana Kristínu rétt eins og Íslendingar Steingrím eftir hrun vinstrimanna í kosningum er mældu áhuga almennings á vinstri stefnunni.
Þetta kom fram í frétt á Eyjunni 30. janúar 2009 og þar er vitnað í vinstra öfgadagblaðið Klassekampen með eftirfarandi orðum varðandi Steingrím J. Sigfússon þar sem segir;
…að Steingrímur sé nú að taka við embætti fjármálaráðherra á Íslandi og verði hugsanlega orðinn forsætisráðherra Íslands í vor.
Það var og. Þeir vissu betur enda stjórnaði Steingrímur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur allan tímann og kom öllu í tóma vitleysu, reyndi að koma yfir okkur meiri skuldum en skattborgarar Íslands þoldu og svo að taka upp norska krónu sem var vissulega ein önnur vitleysan úr verkfærakassa þessa völdunarsmiðs vandamálanna.
Kanadadollar eða norska krónan?
Síðar, eftir mikið jaml japl og fuður, komu einhverjir prakkarar af hægri væng stjórnmálanna með hugmyndir um kanadískan dollar en Arion banki opinberaði sig, í eigu erlendra vogunarsjóða nú sem fyrr, og sagðist fremur vilja norska krónu en Kanadadollar. Í frétt á Eyjunni frá 26. mars 2012 var fjallað um þetta upphlaup.
Allar þessar pælingar urðu að sérstökum trúarbrögðum, n.k. smátrúarbrögðum, í íslensku hænsnabúi vinstri hreyfingarinnar á Íslandi. Brúneggjavarpið var óheft á þessum tíma þar til að einn refur kom þar inn og tjáði sig opinberlega að Íslendingar ættu að ganga Noregskonungi á hönd eina ferðinna enn.
Ísland 20. fylki Noregs
Eftir að pistlahöfundur hafði náð að losa sig við starra úr þakskegginu verpti einn vel lúsugur í fésbókina beint fyrir framan nefið á íslenskri þjóð. Veffréttamiðillinn Nútíminn birti frétt um málið á vefsetri sínu 24. júlí 2014 þar sem Gunnar Smári Egilsson viðraði vængi sína með tilheyrandi lúsafaraldri um netheima landsmanna. Í sama mund var hann við það að koma öðru dagblaði á laggirnar sem nú er orðið gjaldþrota rétt eins og kenningar hans um að Ísland yrði að 20. fylki Noregs.
Í kjölfarið á þessari yfirlýsingu fékk þessi maður ómælda athygli vinstrielítu Íslands, var kallaður í hvert viðtalið af fætur öðru á meðan aðrir skynsamari voru látnir sitja heima svo skynsemin kæmist örugglega ekki að. Ríkisfréttamiðillinn RÚV lá þar ekki á liði sínu.
Staðan í dag
Það er óþarfi að fjölyrða meira um framangreint efni nema einna helst með langloku um efnhagslega þróun í Noregi og á Íslandi sem og í Evrópusambandinu. Reyndar má minnast á eina grein í Vísbendingu 9. febrúar 2015 eftir núverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, þar sem hann spyr hvort Íslendingar ættu að taka upp mynt Kúbu, þ.e. kúbverska pesóan. Þar gantast hann aðeins í trúarbrögðum varðandi kanadadollar og norsku krónuna enda sjálfur áhugamaður um evruna sem fallið hefur gagnvart krónunni um rúm 35% fyrir sama tímabil og hér um getur.
Þessi styrking íslensku krónunnar er afar mikilvæg fyrir íslensk heimili og má ætla að þarna spili inn umtalsverður vöxtur ferðaþjónustunnar. Það yrði hrapaleg þróun ef stjórnvöld ætli að eyðileggja þessa jákvæðu þróun með auknum sköttum enda ferðaiðnaðurinn að koma heimilum landsins vel.
Varðandi sjávarútvegin er hann að þróast hratt og líkur eru á að hann standi styrkingu krónunar með breyttum vinnsluaðferðum, öflugri og skilverkari skipakosti sem og tækni sem mun bæta arðsemi í framleiðslunni. Vissulega mun eitthvað gefa eftir en það eru greinar í sjávarútvegi sem ganga mjög vel þrátt fyrir þessa styrkingu.
Vænta má að vandi Seðlabanka Íslands sé nú að spila úr því sem hann hefur, lækka vexti en þó gæta að langtímasveiflum m.a. varðandi íbúðaverðsþróun, vöxt í byggingariðnaði og samspil þróunar varðandi samneyslu og einkaneyslu. Hið opinbera hefur staðið sig bærilega við að draga saman til að þensla valdi ekki óðaverðbólgu. Mikilvægast er að heimilin, fólkið í landi sjái kaupmátt sinn vaxa í virkri samkeppni og í lágu vaxtaumhverfi til lengri tíma.
Nú er svo komið að við vitum að krónan hefur staðið allt baktalið af sér rétt eins og stjórnarskrá lýðveldsisins Íslands.
Áfram íslensk króna !
Áfram Ísland !