Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 03.10 2015 - 18:47

Offramleiðsla, förgun og niðurgreiddur útflutningur lambakjöts

  Einhvern tíma í sumar birti Ríkisútvarpið frétt sem studdist við viðtal við talsmann sauðfjárbænda,þess eðlis að brýn þörf væri á að hækka skilaverð á dilkakjöti til bænda. Ef minni mitt svíkur mig ekki þá var minnst á 12 % sem fyrsta árs hækkun, síðan næsta ár o.s.frv. Mér þóttu þetta ekki óvæntar fréttir, því […]

Laugardagur 21.03 2015 - 08:51

Gjaldmiðill í hjólastól

  Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum. Færa má rök fyrir því, að samkeppni í viðskiptum  í ESB/EES ríkjum  sé hvergi minni en á Íslandi. Því valda m.a. stór auðlindageiri, íslenska krónan og smæð hagkerfisins. Auðlinda […]

Sunnudagur 08.02 2015 - 19:18

Vestræna samfélagstilraunin og við

  Mikið er nú talað um sameiginleg gildi vestrænna samfélaga. Þeim virðist ógnað af hópum öfgamanna sem aðhyllast islamisma. Hver eru þessi gildi og hvaðan koma þau ? Eins og aðrar þjóðir erum við Íslendingar hluti að stærri samfélaglegri og pólitískri menningarheild, sem þróast hefur  í aldanna rás. Við erum hluti af vestrænni samfélagsgerð, sem […]

Fimmtudagur 02.10 2014 - 15:27

Lendir skulu lög setja

  Umræður um landbúnað á Íslandi hafa löngum verið óhægar. Því veldur tilfinningarík afstaða þjóðarinnar  til sveitanna.Upprunin erum við flest úr bændastétt, við höfum verið í sveit eða búið í sveit, auk þess sem okkur þykir afar vænt um landið okkar. Þessi tilfinningatengsl eru ekki til staðar gagnvart nokkurri annarri starfsstétt. Þess vegna eigum við […]

Sunnudagur 14.09 2014 - 13:28

Landbúnaðarkerfið – broddur á barka þjóðarinnar

Eina atvinnugreinin hérlendis sem enn starfar við víðtæk innflutningsbönn,ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn. Landbúnaðarkerfið íslenska er mikil ógagnsæ flækja, hannað í anda gamla sovéska hagkerfisins. Megin inntak er að framleiða sem mest, óháð afkomu eða eftirspurn. Vinnutekjur í sauðfjárrækt er nánast engar, þótt óseljanlegt kjöt hrúgist upp. Inntektin kemur beint frá ríkinu.Starfsumhverfi íslenska […]

Fimmtudagur 15.05 2014 - 14:22

Umskipti Sjálfstæðisflokksins

  Það hefur komið mörgum á óvart,hvernig það gat gerst að  Sjálfstæðisflokkurinn hvarf frá frekari evrópsk/vestrænni samvinnu en kaus vaxandi einstæðingsskap í utanríkismálum. Sjálfstæðisflokkurinn á áhrifamikla sögu að baki. Hæst risu völd hans í kalda stríðinu,þegar hann tók afgerandi forystu um inngöngu landsins í NATO og stóð að  gerð varnarsamningsins við Bandaríkin. Í kjölfarið fylgdi […]

Föstudagur 31.01 2014 - 13:00

Auðlindir og afgjöld

Einhversstaðar las ég að löglærðir hefðu verið kallaðir fyrir nefnd alþingis og spurðir hvort þeir teldu veiðileyfagjaldið vera skatt eða ekki.Miklar deilur hafa lengi verið um þetta gjald. Við lok síðasta kjörtímabils tókst að lögfesta það.Brýnasta forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar var siðan að afnema gjaldið að mestu.En hvað gerir þetta gjald að svo miklu deilumáli,umfram venjulega […]

Laugardagur 11.01 2014 - 21:11

Einangrun, afturför og kúgun

(Birtist í Morgunblaðinu þann 9. janúar 2014) Það var í viðtali á Stöð 2 sem formaður Framsóknarflokksins sagði að andstaðan við ESB væri mjög djúpstæð í flokknum. Þetta rifjaði upp fyrir mér samtöl sem ég átti við föður minn fyrir margt löngu, en hann var framsóknarmaður,eins og margir þingeyingar. Hann trúði því að eins konar […]

Fimmtudagur 31.10 2013 - 15:30

Hallalaus fjárlög já, en …

      Það er óhætt að taka kröftuglega undir með fjármálaráðherra, að afar mikilvægt sé að afgreiða hallalaus fjárlög.Fjárlögin eru gleggsta vísbendingin um fullveldi sérhvers lands. Hafi þjóðþing fullt vald yfir afgreiðslu fjárlaga er fullveldi viðkomandi þjóðar  lítið skert.Skuldug þjóð,hvað þá skuldugt ríki er ekki fullvalda því lánadrottnar  legga henni línurnar m.a. á sviði […]

Þriðjudagur 19.02 2013 - 11:31

Á vængjum óttans

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 19. febrúar 2013. Það mun hafa verið Matthías Johannessen sem svaraði spurningu um afstöðu sína til ESB á þann veg að hjartað segði nei en heilinn já. Þetta svar er kjarninn í viðhorfi margra Íslendinga í þessu máli. Hugsunin sér kostina og greinir gallana  en  hjartað hýsir óvissuna og óttann. […]

Höfundur

Þröstur Ólafsson
Hagfræðingur. Á eftirlaunum. Margvísleg störf, bæði opinber sem og hjá öðrum.
RSS straumur: RSS straumur