Sunnudagur 5.6.2016 - 20:54 - FB ummæli ()

Spennandi tímar framundan

Fréttatilkynning

Seltjarnarnesi 5. júní 2016

 

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningarnar sem fram fara í haust.

Prófkjör Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi fer fram í lok ágúst eða byrjun september.

Ég var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminum árið 2013 og hef setið í utanríkismálanefnd Alþingis, umhverfis- og samgöngunefnd, Norðurlandaráði, þar sem ég er varaformaður Íslandsdeildar og velferðarnefnd á kjörtímabilinu.

Ég vil jafnframt nota þetta tækifæri til að þakka Ragnheiðir Ríkharðsdóttur þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins sem nú skipar 2. sæti listans í Suðurvesturkjördæmi fyrir heiðarleika, stefnufestu og dugnað í sínum störfum.  Hennar skarð verður vandfyllt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún hefur sem kunnugt er tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér áfram.

Virðingarfyllst,

Elín Hirst

alþingismaður

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 3.6.2016 - 12:10 - FB ummæli ()

Vel gert Alþingi!

Í gærkvöldi samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sem ég var fyrsti flutningsmaður að um aðgerðir/rannsóknir til að sporna við súrnun sjávar. Ég er afar ánægð með það. Því miður er kaldi sjórinn hér í Norðurhöfum að súrna hratt vegna loftslagsbreytinga með ófyrirsjánlegum afleiðingum á lífríkið og um leið mikilvægustu auðlind okkar þjóða- fiskinn í sjónum. Hér er því afar gott skref stigið til að auka rannsóknir til þess að mæta hinni alvarlegu stöðu.  Auk þess tel ég að við Íslendingar eigum í kjölfarið að leggja áherslu á sérþekkingu okkar á þessu sviði í sameiginlegu átaki þjóða heims í loftslagsmálum.

En það voru fleiri mikilvæg mál samþykkt í gærkvöld í eindreginni sátt þingheims og var gaman að upplifa það.  Þar má nefna ný útlendingalög, lög um breytta greiðsluþáttöku sjúklinga í kostnaði sem eru mikil réttabót.

 

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 13.5.2016 - 22:41 - FB ummæli ()

Kúluskítur, já takk

Við viljum kúluskítinn til baka í Mývatni. Japanir hafa náð því. Við getum það líka.

 

Kúluskítur er heiti kúlulaga vaxtarforms grænþörungsins Aegagropila linnaei (fræðiheiti), en hann getur einnig tekið á sig önnur form. Kúluskíturinn leikur þýðingarmikið hlutverk í lífríki þeirra stöðuvatna sem hann finnst í, meðal annars sem skjól lítilla dýrategunda ogkísilþörunga. Kúluskíturinn er alfriðaður.

Kúluskítur er grænleitur, loðinn og getur orðið allt að 15 cm í þvermál. Hann er í raun vefur hárfínna þráða sem vaxa út frá miðju og mynda þannig kúlaga flóka. Hver kúla er sjálfstæð planta sem liggur laus frá botni vatnsins. Talið er að hann lifi einungis á örfáum stöðum í heiminum, og aðallega í Akanvatni í Japan en einnig hefur hann fundist í Mývatni. Í Japan er honum haldinn sérstök hátíð í október með skrúðgöngu og dansi.

Kúluskíturinn í Mývatni fannst árið 1978 og voru þá tugir miljóna af honum. Árið 2012 hafði honum fækkað verulega og talið þá að einungis nokkur hundruð væru eftir af honum.[1] Árið 2014 virðist hann algerlega vera horfin og er talið að það sé af mannavöldum.[2]

  • Heimild: https://is.wikipedia.org/wiki/K%C3%BAlusk%C3%ADtur

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 4.5.2016 - 11:27 - FB ummæli ()

Hvað er í gangi á Bessastöðum?

Það verður að segjast að þögnin frá Bessastöðum er þrúgandi á meðan erlenda pressan setur íslenska forsetaembættið í afar neikvætt ljós vegna skattamála eiginkonu forsetans. Nauðsynlegt er að fá svör frá embættinu um hvað hér er á ferðinni.  Það getur ekki beðið.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 4.4.2016 - 21:28 - FB ummæli ()

Hrós til fjölmiðla

Fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa hér forgöngu um að leiða hið sanna í ljós í svokölluðu Panamaskjalamáli, sem sýnir enn og aftur mikilvægi þeirra í lýðræðissamfélagi.

Það er bráðnauðsynlegt að fá öll fjárhagsmálefni ráðamanna fram í dagsljósið til að rýra ekki traust frekar en orðið er. Nöfn þeirra óheilindamanna sem fela eigur í skattaskjólum í þeim tilgangi að komast hjá því að greiða skatta til samfélagsins þarf líka að upplýsa.

Líkar þetta

Líkar þetta

Love

Haha

Wow

Leið/ur

Reið(ur)

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 24.3.2016 - 22:35 - FB ummæli ()

Virðing fyrir breytni ráðamanna

Ég kann að meta framgöngu þessarar ráðamanna í Belgíu eftir hryðjuverkin sem þar voru framin.  Það er afar nauðsynlegt fyrir stjórnmálamenn að viðurkenna eigin mistök en ekki reyna að drepa þeim á dreif.  Einnig tel ég skynsamleg okkar eigin viðbrögð eins og sjá má í Leifsstöð.  Ísland er ekki eyland heldur inngönguríki í Schengen þar sem um 6 milljónir manna fara í gegn árlega.  Öxlum þá ábyrgð.

Tveir ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa boðist til að láta af embætti.
VISIR.IS

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 22.3.2016 - 22:24 - FB ummæli ()

Við eigum í stríði, því miður

Fréttaþulir Sky segja rétt í þessu, ,,við eigum í stríði.“ Já svo sannarlega og við þurfum öll að standa saman í að vernda borgara okkar og samfélag. Ísland er ekki undanskilið. Því miður eru yfirvöld í Brussel ekki að standa sig í sínu starfi.  Þrátt fyrir að allir reyni sitt allra besta.  Hvað er til ráða?

En ruglum ekki saman glæpamönnum og heiðarlegu fólki sem er 99 prósent í heiminum, sem betur fer.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 15.3.2016 - 16:01 - FB ummæli ()

LSH: Við megum engan tíma missa!

Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús, er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er.  Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum.  Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er uppá á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð.

En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra.  Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags, sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús.  Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratugi.  Auðvitað byggjum og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi.

 

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 9.3.2016 - 18:07 - FB ummæli ()

Bjarni ómyrkur í máli

Það er ánægjulegt að fylgjast með því þegar forystufólk í samfélaginu stendur sig vel.  Einnig á þetta um fjölmiðla og sá ég ástæðu til að hrósa Morgunblaðinu í pistli hér á Eyjunni í gær fyrir öfluga blaðamennsku í tengslum við arðgreiðslur tryggingafélaganna og umfjöllun um Borgunarmálið.  Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók hressilega af skarið á Alþingi í dag vegna fyrirhugaðra aðgreiðslna, sem misbjóða fólki.   Slík viðbrögð auka traustið á Sjálfstæðisflokkinn og formann hans.

 

Bjarni sagði að ákvörðun tryggingafélaganna VÍS, Sjóvá og TM um að greiða sér út 9,6 milljarða samanlagt óskiljanlegar. Tryggingafélögin í raun sitja uppi með skömmina, en ríkið hafi ekki lagaheimildir til þess að grípa inn í tillöguna

„Þetta er fyrir mig eiginlega óskiljanlegt. En menn sitja þá bara uppi með skömmina af því,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag þegar hann svaraði fyrirspurn Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingarinnar um arðgreiðslur tryggingafélaganna.

„Mér finnst samt mikilvægt að segja fyrst þetta,“ sagði Bjarni og hélt áfram:

Tryggingafélögin eru undir sömu sök seld eins og önnur atvinnustarfsemi á landinu þegar kemur að því að taka þátt í því með okkur, þinginu, vinnumarkaðnum í heild sinni, sveitarfélögunum, ríkisvaldinu, að endurheimta traust sem rofnaði hér á árunum 2008 og 2009 vegna hruns á fjármálamarkaði. Maður kallar einfaldlega eftir því að tillögur sem þaðan berast um rekstraráform, um það hvernig ráðstöfun hagnaðar eða eigna fer fram, séu í eðlilegum takti við það ákall sem við vitum að er enn í samfélaginu eftir þá atburði sem eru nýskeðir.

 

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 8.3.2016 - 14:36 - FB ummæli ()

Mogginn stendur sig

Morgunblaðið er að gera góða hluti í fréttamennsku af óeðlilegum hlutum sem eru að færast aftur í vöxt í íslensku viðskiptalífi. Blaðið fjallaði einnig um Borgunarmálið svokallaða af sama krafti.

Í dag segir blaðið frá því á forsíðu að til­laga stjórn­ar VÍS um 5 millj­arða arðgreiðslu út úr fé­lag­inu njóti ekki ekki stuðnings nokk­urra af stærstu hlut­höf­um fé­lags­ins.  Þrýstingur sé á stjórnina um að draga tillöguna til baka.  Auðvitað er það út í hött að greiða sér út arð sem eru hærri en hagnaður síðasta árs. Og á meðan hækka iðgjöldin til neytenda.

Þrjú tryggingafélög í Kauphöll Íslands; Sjóvá, Vís og Tryggingamiðstöðin, hyggjast greiða hluthöfum sínum 9,6 milljarða króna í arð. Samanlagður hagnaður þeirra var 5,6 milljarðar á síðasta ári. Á ruv.is segir Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þetta geta endað með hvelli. „Þetta eru ekkert venjulegar arðgreiðslur, þær eru hærri en hagnaður síðasta árs. Hvað segir það þér. Þeir eru að fara að seilast í bótasjóðina. Manstu hvernig það fór síðast þegar eigendur tryggingafélaganna voru að mixa í bótasjóðunum. Það endaði með hvelli. Ef við stígum ekki á bremsurnar, almenningur í landinu, þá mun þetta bara endurtaka sig.“

Mæltu manna heilastur!

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur