Einhvern veginn læðist að manni sú hugsun við lestur predikana heittrúaðra um rétta leið skuldsettrar þjóðar út úr kreppu (á borð við: „skattleggið allt kvikt og ókvikt og leggið að því loknu á það gjöld og mun þá landið rísa af sjálfu sér undan ört hækkandi yfirborði ríkiskassans…“ og „brettið nú upp ermar og virkið öll fallvötn og heitar lindir, borið göt í fjöll, endurprentið lowest energy prizes bæklinginn og njótið þess síðan að hlusta á erlenda peninga hrynja inn í landið…“) að það næsta sem mæti manni verði uppskriftir á borð við:
„Takið svitastorkna karlmannsskyrtu, veltið henni upp úr hveiti og skiljið eftir á borði yfir nótt. Að morgni munuð þér finna mús í fellingum skyrtunnar til marks um sjálfkviknað líf.“