Færslur fyrir október, 2010

Sunnudagur 24.10 2010 - 22:04

Besta jafnrétti í heimi (miðað við höfðatölu)

Nokkur eru þau lífsins gæði sem okkur Íslendingum hættir til að taka um of sem gefnum hlut.   Þegar sagt er:  „Hér er hreint vatn og hreint loft“ sakna ég þess iðulega að heyra í beinu framhaldi: „og það er á okkar ábyrgð að gæta þess vel svo það fari ekki forgörðum“.  Undanfarið hefur mér virst við líta sömu […]

Mánudagur 18.10 2010 - 15:23

Orlofshúsadraugurinn

Stéttarfélög og verkalýðshreyfing eru til vegna félagsmannanna, ekki fyrir forystuna og ekki fyrir neina hagsmuni aðra. Þar af leiðandi tek ég gagnrýni á störf hreyfingarinnar fagnandi, enda mikilvægt að hver sá sem tilheyrir slíku samfélagi veiti því athygli og aðhald. En eitt finnst mér alltaf jafnóþolandi – og jafnvel meira pirrandi eftir því sem ég […]

Föstudagur 15.10 2010 - 15:49

Tölur eða tilfinningar?

Mér finnst koma skýrar í ljós með hverjum deginum að okkur skortir sárlega mikilvægar upplýsingar í umræðunni um vanda þjóðarinnar og mögulegar lausnir sem svo löngu þyrftu að vera orðnar að raunveruleika. Ég held að ég þurfi ekkert sérstaklega að ræða um misvísandi málflutning þar sem einn segir himinn á meðan annar segir haf.  Varla […]

Fimmtudagur 14.10 2010 - 11:10

Rústabjörgun

Í dag heyrist úr ýmsum meinhornum að ef námuslysið í Chile hefði átt sér stað hér, væru menn enn að deila um réttar eða rangar björgunaraðgerðir og „færar leiðir“. Á minni kaffistofu voru menn ekki sammála þessu, því ef það væri eitthvað sem Íslendingar kynnu, væri það að bjarga fólki í neyð. En samt – […]

Miðvikudagur 13.10 2010 - 09:45

Sjálfkviknun lífs

Einhvern veginn læðist að manni sú hugsun við lestur predikana heittrúaðra um rétta leið skuldsettrar þjóðar út úr kreppu (á borð við: „skattleggið allt kvikt og ókvikt og leggið að því loknu á það gjöld og mun þá landið rísa af sjálfu sér undan ört hækkandi yfirborði ríkiskassans…“ og „brettið nú upp ermar og virkið öll fallvötn og […]

Laugardagur 02.10 2010 - 15:48

Töff að blása á bíla?

Ég var að festa son minn í bílstólinn um daginn fyrir utan hús.  Undir húsgaflinum stóð ungur maður og reykti. „Mamma, hann er að blása á bílinn okkar!“ – sagði barnið.  Móðirin varð stolt og glöð að þriggja ára gamalt barnið skyldi ekki einu sinni vita hvað reykingar væru, fagnaði breyttum tímum þar sem reykingar væru ekki sjálfsögð athöfn í […]

Höfundur

Guðlaug Kristjánsdóttir
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
RSS straumur: RSS straumur