Það virðist vera þó nokkur umræða um að í komandi kjarasamningum verði launahækkanir að vera hóflegar, ella endi allt hagkerfið í tómu rugli þegar fjárhagslega veik fyrirtæki Íslands lenda í launakostnaðarhækkunum. Þá er líka talað um að of miklar launahækkanir muni drepa niður fjárfestingu, þá litlu sem er til staðar í hagkerfinu, og seinka því […]
Ég er kannski fullseinn að bætast í hóp þeirra sem hafa skrifað „fyrir fimm árum…“ pistla. Ég ætla samt að gera það, sérstaklega vegna þess að Stefán Ólafsson minnist örstutt á þann hagfræðing sem ég hef lært mest af. Fyrir fimm árum síðan, nýbúinn með BSc nám í hagfræði, hafði ég hins vegar ekki hugmynd […]
RÚV var með innslag um 172 milljarða skuldabréfið sem var búið til, með því einu að skrifa það niður á blað, árið 2008 til að „endurfjármagna“ seðlabankann. Nú á að spara 11 milljarða króna með því að breyta bréfinu (sem er alls ekki ný hugmynd) m.a. með því að fella niður vextina af bréfinu. Einhverjir […]