Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 09.01 2014 - 12:09

Launþegum sýndur fingurinn

Svona er staðan:  Hér var gerður kjarasamningur í skjóli jóla um 2,8% almenna kauphækkun og smá aukauppbót á lægstu laun. Verðbólgan var nærri 4% þegar sá samningur var gerður og verðbólguspá fyrir samningstímann (eitt ár) er um 3,6%. Leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar vonast til að kauphækkun sem er undir verðbólguspánni verði til að draga úr verðbólgu. Það […]

Miðvikudagur 08.01 2014 - 11:40

Ríkisstjórn Japans vill hækka kaupið

Japan lenti í fjármálakreppu fyrir rúmum 20 árum, í kjölfar mikillar fasteignabólu. Síðan þá hefur gætt stöðnunar og jafnvel verðhjöðnunar í japanska hagkerfinu. Stjórnvöld hafa gert margvíslegar tilraunir til að koma hagkerfinu aftur á skrið – en með litlum árangri. Tveir áratugir framþróunar eru tapaðir. Fyrir rúmu ári tók við nýr forsætisráðherra, Shinzo Abe, sem […]

Þriðjudagur 07.01 2014 - 23:12

Offituvandinn eykst í USA

Hlutfall íbúa Bandaríkjanna sem teljast með offituvanda hækkaði á síðasta ári (sjá hér). Varla var á það bætandi. Svipuð þróun er víða á Vesturlöndum. Þetta er lífsstílsvandi í ríkum samfélögum og tengist bæði þeim matvælum sem bjóðast á markaði (bragðgóðri óhollustu) og einnig að einhverju leyti óhófi okkar og of lítilli hreyfingu. Á Íslandi hefur […]

Mánudagur 06.01 2014 - 08:18

Sjálfstæðismenn ganga klofnir til kosninga

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vakti blendnar tilfinningar í röðum flokksmanna. Mannavalið þótti ekki gott og forystusætið var skipað manni frá Ísafirði – sem er hlynntur aðild að ESB í þokkabót! Það býður uppá klofning. Styrmir Gunnarsson, sem var aðgerðastjóri Sjálfstæðisflokksins í áratugi á ritstjórn Morgunblaðsins, hefur talað skýrt um þetta. Vildi hafa opinn fund í […]

Laugardagur 04.01 2014 - 12:41

Forsetinn fór afvega

Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Ólafs Ragnars Grímssonar.  Okkar ágæta forseta. Það þýðir þó ekki að ég telji hann óskeikulan. Ólafur er eitursnjall en honum hættir til í mælsku sinni að fara framúr sér og hann á það til að vera full sjálfhverfur. Í síðasta nýársávarpi sínu fór hann heldur langt út fyrir ramma […]

Fimmtudagur 02.01 2014 - 22:34

Uppgjör 2013: Lífsgleðin endurheimt

Fall Íslands haustið 2008 var eitt það allra mesta í sögu hagsældarríkjanna í seinni tíð. Hruni bankanna og tvísýnni stöðu í kjölfarið fylgdi sú tilfinning að ekkert yrði eins á ný – um langt árabil. Menn spurðu sig hvort lífskjörin á Íslandi yrðu yfirhöfuð aftur boðleg? Þó áhrifin hefðu mest verið fjárhagsleg (mikil kjaraskerðing, aukið […]

Miðvikudagur 01.01 2014 - 14:48

Uppgjör 2013: Pólitíkin

Þetta var ár Framsóknar – hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Framsókn vann kosningarnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk forystuhlutverk í ríkisstjórn, með Sjálfstæðisflokknum. Það var ekki sjálfgefið. Framsókn hafði verið í lægð um árabil, eða frá seinni hluta stjórnarsamstarfsins í tvíeyki Davíðs og Halldórs. Fylgið lenti í sögulegri lægð í kosningunum 2007 (11,7%). […]

Þriðjudagur 31.12 2013 - 00:04

Hrægammar á Wall Street – í beinni

Mynd Martins Scorcese The Wolf of Wall Street  er sannsöguleg frásögn af starfs- og lífsháttum sem tíðkast í bandaríska fjármálaheiminum. Myndin er nú í sýningarhúsum í Reykjavík. Ég mæli með henni. Myndin er mögnuð og upplýsandi, en um leið óþægileg, enda að miklu leyti um óhóf, lygar, siðleysi og græðgi. Myndin er vel gerð og […]

Sunnudagur 29.12 2013 - 14:15

Græðgi láglaunafólks!

Í tíðaranda nýfrjálshyggjunnar er umhyggja fyrir ríku fólki alls ráðandi og brauðmylsnuhagfræðin helsta von milli og lægri stétta um kjarabætur, þ.e. að molar hrynji niður af háborðum yfirstéttarinnar. Svo langt nær þessi hugsun að verkalýðsleiðtogar margir samþykkja hana og hafa flestir varla lengur trú á að hægt sé að bæta hag launafólks. Kalla það „lýðskrum“ […]

Þriðjudagur 24.12 2013 - 13:12

Dásamlegur kjarasamningur

Jæja, þá liggur kjarasamningurinn fyrir. Hann býður uppá 2,8% kauphækkun á næsta ári og tæplega 10 þúsund króna uppbót hjá þeim sem eru á allra lægstu launum. Verðbólgan er nú um 4% og spáin fyrir næsta ár hefur verið 3,6%. Almenna kauphækkunin er vel undir þessu og að óbreyttu myndi það þýða kaupmáttarskerðingu. Verðbólgumarkmið Seðlabankans […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar