Laugardagur 23.03.2013 - 10:07 - Lokað fyrir ummæli

Kastljós ríkisstjórnarinnar

Nú er farið að birta og það er vor í lofti. Börnin eru farin að leika sér úti og gleðjast hér á flötinni í Mosfellsbæ.

Það er gleði í loftinu.

Þrátt fyrir þetta er drungalegt og dimmt yfir ríkisstjórn Íslands og Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir, með stuðningi Framsóknar og Hreyfingarinnar (a.m.k. lengi framan af), hafa nú ekki aðeins klúðrað eigin málum heldur einnig flestum málum sem liggja nú fyrir Alþingi og skipta tugum.

Stjórnarskrármálið er upp í loft og veldur því m.a. fjöldi breytingatillagna frá stjórnarþingmönnum, nýjum og gömlum stuðningsaðilum stjórnarinnar eins og Hreyfingunni. Stjórnarandstaðan hefur ekkert haft fyrir þessu enda hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar séð sjálfir um eyðileggja fyrir sjálfum sér og félögum sínum.

Ekki að undra að ríkisstjórnin hafi þurft að láta kastljós á sig skína enda öll orkan upp urin og hún hætt að láta ,,ljós“ sitt skína. Það er slökkt, það er dimmt.

Kastljós hins ríkisrekna RÚV, sem ávallt skilar tapi þrátt fyrir loforð um annað, hefur nú náð að ljúga hressilega að þjóð sinni fyrir ríkisstjórnina með fréttum um að álversiðnaður skili ekki skatti í ríkissjóð. Jafnvel var reynt að glæpavæða löglega gjörninga og kallaðir til tveir ráðherrar þessu til áréttingar.

Látum nægja í þetta sinn að láta hér fylgja með tengil á frétt af vefsetri álversframleiðandans í Straumsvík, þeim fyrsta og elsta:

Kastljós sagði ekki rétt og satt frá varðandi áliðnað á Íslandi og tekjuskattgreiðslur iðnaðarins almennt á Íslandi. Þykir manni það miður enda verið að villa um fyrir fólki með því að beina ljósinu að surtshelli ríkisstjórnar Íslands.

Nú er aðeins að bíða eftir afsökunarbeiðni frá ritstjóra Kastlóss eða a.m.k. nánari skýringu á þessu skattaútspili í vikunni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur