Færslur fyrir maí, 2014

Laugardagur 31.05 2014 - 21:09

Vildu reisa Moskvu á Íslandi

Hér á kaldastríðsárunum gekk mikið á í að tala niður kristna trú enda voru kommúnistar almennt á móti trúarbrögðum eins og talibanar. Töldu kommúnistar að trúarbrögð myndu rugla almenning og tefja fyrir byltingunni. Á þetta trúðu fjölmargir Íslendingar eins og nýju neti. Fyrir austan, þ.e. á Austfjörðum, var að verða til um tíma e.k. afsprengi […]

Fimmtudagur 15.05 2014 - 08:40

Eldflaugaskot HR

  Í morgunsárið vaknaði pistlahöfundur upp eldsnemma til að fylgjast með metnaðarfullu verkefni stúdenta við Háskólann í Reykjavík (HR) sem þeir nefna Mjölnir verkefnið (e. Mjölnir – High Power Rocket Recovery Project). Um var að ræða smíði og hönnun á eldflaug og óhætt er að segja að verkefnið hafi tekist mjög vel. Flaugin fór í […]

Mánudagur 12.05 2014 - 17:49

Izekor og Útlendingastofnun

  Hjónin Izekor Osazee og Gísli Jóhann Grétarsson gengu í það heilaga 12. apríl 2014 en Izekor Osazee er flóttamaður frá Nígeríu og Gísli Jóhann er borinn og barnfæddur Íslendingur. Áform Útlendingastofnunar var að vísa Izekor úr landi á morgun, þann 13. maí 2014.  Helga Vala Helgadóttir, lögmaður þeirra hjóna, upplýsti að fulltrúi Útlendingastofnunar hafi […]

Sunnudagur 11.05 2014 - 12:39

Evrópuþingmenn óþekktir á Bretlandi

Eftir áhugaverða Eurovision settist pistlahöfundur yfir SKY-News fréttastöðina í gærkvöldi þar sem farið var yfir blöðin sem koma út á Bretlandi nú í morgunsárið. Vitnað var í lítinn kálf í The Guardian sem kom inn um póstlúgurnar nú í morgun á Bretlandseyjum. Um var að ræða áhuga Breta á Evrópusambandinu (ESB) og kjör til Evrópuþingsins. […]

Föstudagur 09.05 2014 - 10:41

Virkir morgnar á Rás 2 & hjálpin

Nú í morgunsárið (9. maí 2014) hlustaði pistlahöfundur á Virka morgna á Rás 2. Voru þáttastjórnendurnir að selja gítar Heiðars ,,Leðju“,  eins af Pollapönkurunum. Verið er að selja gítarinn til styrktar Framtíðarsjóði barna hjá Hjálparstarfi kirkjunar. Óhætt er að segja að þar fór vandaður hópur fagfólks með tónlist og þáttastjórnendur tóku undir. Dægurlög voru flutt […]

Miðvikudagur 07.05 2014 - 14:42

Hættulegur kennari?

Þegar pistlahöfundur ritaði um Konfúsíus, oft kallaður fyrsti kennarinn, varðaði rannsóknarefnið samanburð á siðfræði Aristótelesar og þessa forna kennara frá Kína varðandi fjölskylduna. BA verkefni mitt var fyrsta BA verkefnið sem ritað hafði verið um fræði Konfúsíusar við Háskóla Íslands. Áhugavert að hluti af ,,fjölskyldu“ Aristótelesar var þrællinn en hann var neðstur í virðingaröðinni innan […]

Þriðjudagur 06.05 2014 - 21:53

Pollapönk

  Það er afar ánægjulegt, sem gamall pönkari, að sjá þessa frábæru listamenn taka á fordómum með þessum jákvæða hætti og ná áfram í Eurovison í kvöld. Hver og einn er fagmaður á sínu sviði, með hjartað á réttum stað og eru þeir allir mjög svo líflegir og litríkir á sviði. Pönkið (e. punk), sem […]

Mánudagur 05.05 2014 - 18:07

Hanna Birna og leki

Nú hafa niðurrifsöfl á Íslandi tekið sig saman ásamt sundirlyndisfjandanum og ráðist á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra innanríkismála. Það sem hún á að hafa til sakar unnið er að koma gögnum úr ráðuneytinu í fjölmiðla, gögnum sem hefðu ekki átt að rata í fjölmiðla. Galgopar og æsingafólk allt hefur verið kallað saman til að reyna […]

Laugardagur 03.05 2014 - 11:19

Undirskriftir og ESB

Í Fréttablaðinu í dag, 3. maí 2014, víkur bæði núverandi ritstjóri blaðsins og sá fyrrverandi að afhendingu undirskriftalista til Alþingis Íslendinga. Báðir láta það vera að fjalla málefnalega um tvær skýrslur sem gerðar hafa verið um aðildarviðræður við ESB þar sem bent hefur verið á að engar varanlegar undanþágur verði hægt að fá í aðildarviðræðunum. […]

Fimmtudagur 01.05 2014 - 11:29

Skítugasti maður Evrópu

Í nýlegum pistli hér á Eyjunni fór pistlahöfundur stuttlega yfir stjórnmálaferil þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og varð á þau leiðu mistök að fara rangt með það vinstra framboð sem þingflokksformaðurinn hafði starfað í áður en hann gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að hafa fengið ábendingu um það frá þingflokksformanninum sjálfum að farið væri með LYGAR leitaðist […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur